„Hvet öll sem vettlingi geta valdið að leggja Neytendasamtökunum lið“

Það má segja að það hafi fyrst og fremst verið Neytendasamtökunum að þakka að niðurstaða EFTA-dómstólsins um að bankar mætti ekki breyta vöxtum að vild hafi orðið að raunveruleika. Breki Karlsson, formaður samtakanna, segist þakklátur fyrir allan þann stuðning sem samtökin hafa hlotið á síðustu dögum. En betur má ef duga skal.

„Mér þykir afar vænt um símtöl, kveðjur og stuðning sem ég hef fundið fyrir í Vaxtamálinu, sér í lagi eftir gærdaginn þegar EFTA-dómstóllinn kvað upp afgerandi álit sitt á túlkun Evróputilskipana sem Héraðsdómur óskaði eftir. Ég hvet öll sem vettlingi geta valdið að leggja Neytendasamtökunum lið með því að ganga í samtökin eða gerast hollvinir. Aðeins þannig verða samtökin áfram sterk og geta veitt fyrirtækjum og stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald,“ segir Breki á Facebook.

Hann segir marga velta því fyrir sér hvað gerist á næstu dögum hvað varðar Vaxtamálið. „Málin munu fara sinn veg í gegnum íslenska dómskerfið, sem nú hefur álit EFTA-dómstólsins til hliðsjónar. Það mun taka tíma. En málin sex  sem við ákváðum að fara með fyrir dómstóla gegn bönkunum þremur, teljum við hafa ágætis fordæmisgildi fyrir lán annarra lánveitenda, þar með talið flestra lífeyrissjóða (sumir gera þetta rétt). Íslenskir dómstólar þurfa líka að taka afstöðu til þess hvað tekur við, ef þeir ógilda skilmálana: eru það upphaflegu vextir lánsins, alls engir vextir, Seðlabankavextir, eða eitthvað annað,“ segir Breki.

Hann leggur áherslu á að lántakendur verji sig gegn kröfum. „Það er stórt atriði að lántakar verji sig gegn því að kröfur þeirra á hendur lánveitendum fyrnist. Hafi lántaki greitt upp lán fyrir meira en fjórum árum eru kröfur að líkindum fyrndar, en séu minna en fjögur ár frá uppgreiðslu láns þarf að taka skref til að slíta fyrningu,“ segir Breki.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí