Minna bókað í hvalaskoðun í sumar

Dýrtíð á Íslandi hefur áhrif á aðsókn ferðamanna og eru sumir uggandi eftir mikla áherslu og uppbyggingu í þessari mannfreku atvinnugrein.

Búist er við 10-15 prósenda samdrætti í hvalaskoðun í sumar frá fyrra ári svo eitt dæmi sé nefnt. Það á við jafnt um ferðir frá Reykjavík og norður í landi.

Þá er útlitið enn verra fyrir næsta vetur út frá bókanastöðu eftir því sem fram kemur í Mogganum í dag.

Einnig bendir margt til þess að eldgosin á Reykjanesi stöðvi suma erlenda ferðamenn í að hætta sér til landsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí