Katrín Jakobsdóttir sagði í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöld þegar forsetaframbjóðendur ræddu málin að Ísland væri ekki hlutlaust land. Katrín vill að Ísland haldi áfram í NATO á sama tíma og ríkisstjórnin sýnir mörg merki vaxandi hervæðingur líkt og Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra hefur skrifað um og kallar Þórdísi Reykjörð varnarmálaráðherra en ekki utanríkisráðherra.
Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Hann telur að Íslandi sé nú betur borgið utan NATO og er því ekki sammála Katrínu. Í pistli á Vísi segir Hilmar að vegna stríðsins í Úkraínu hafi staða NATO verið mikið í umræðu og nauðsyn þess að auka útgjöld til varnarmála í Evrópu. Ísland sem eitt af stofnríkjum NATO frá 1949 hafi haft þá sérstöðu að vera herlaust land. Nú sé miðað við að aðildarríki NATO eyði minnst 2 prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála.
Ísland hefur ekki sögulega átt í átökum við Sovétríkin, eða Rússland eftir að Sovétríkin féllu, eins og t.d. Eystrasaltsríkin eða Pólland, bendir Hilmar á í pistli sínum.
Ísland er fjarri átökum í Evrópu nú á meðan sum NATO ríki eru í næsta nágrenni við átakasvæðið.
„Það þarf því að hugsa um stöðu Íslands nú. Upplifum við öryggi okkar þannig að við teljum nauðsynlegt að auka útgjöld til varnarmála í 2 prósent af vergri landsframleiðslu þ.e. verja 80 til 90 milljörðum króna árlega til varnarmála. Sum lönd eins og Pólland eru að fara enn lengra og nálgast 4 prósent sem væri 160 til 180 milljarðar króna fyrir Ísland. Öll Eystrasaltsríkin og Finnland eru komin vel yfir 2 prósent,“ segir Hilmar.
„Erum við tilbúin í breyttu bandalagi að skuldbinda okkur að kaupa mikið magn vopna á hverju ári og láta þjálfa og senda íslensk ungmenni á vígvöllinn til að verja önnur lönd. Viljum við t.d. senda íslenska hermenn til að berjast við rússneska herinn? Treysta Íslensk stjórnvöld sér ekki undir neinum kringumstæðum til að tala fyrir friði í heiminum? Verðum við öruggari með vígvæðingu og beinni þátttöku í styrjöldum. Viljum við svo senda hermenn í aðrar álfur þar sem NATO telur öryggishagsmunum sínum ógnað? NATO er t.d. að opna skrifstofu í Tokyo?“
„Sjálfur hef ég alltaf talið að Ísland ætti að vera í NATO. En tímarnir hafa breyst og NATO hefur breyst og það kallar á endurmat á stöðunni, sérstaklega ef ekki verður komist hjá gríðarlegum útgjöldum til vopnakaupa og rekstur herliðs á Íslandi og þátttöku í styrjöldum á erlendri grund vegna skuldbindinga um að árás á eitt ríki sér árás á þau öll (svokallað Article 5 guarantee). Ísland gekk í NATO sem herlaus þjóð en talið var mikilvægt fyrir öryggi Evrópu og Norður Ameríku að landið gengi í NATO vegna legu sinnar. Séu allar forsendur breyttar nú kallar það á að allt málið sé skoðað á ný.
Annars blasi við að skera verði frekar niður framlög til heilbrigðis- og menntamála.
„Þannig gætum við losnað við stóran hluta fólksins úr landinu. Ýmis önnur vandamál myndu þá leysast um leið af sjálfu sér. Hvað er hægt að segja annað en Good luck!“
Hilmar hefur ítrekað komið í viðtöl á Samstöðina til að ræða málin. Sjá meðal annars hér: