Rándýrar auglýsingar Katrínar sagðar kostaðar af kvótakóngum

Ljóst er að forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur mun verða dýrt þegar upp er staðið. Nákvæmlega hve dýrt mun koma í ljós þegar bókhaldið verður gert opinbert eftir kosningar, líkt og lög kveða á um, en óhætt er að fullyrða að kostnaðurinn verði talinn í tugum milljóna. Líklega fara tugir milljóna einungis í auglýsingar framboðsins.

Til að mynda hefur auglýsing Katrínar, sem er nokkuð löng, verið sýnd dag eftir dag nokkrum sinnum á hverju kvöldi á RÚV. Þar á meðal á einum dýrasta birtingartímanum, rétt fyrir fréttir. Engum blöðum er um það að fletta að hver slík birting kostar um hálfa milljón króna. Með öðrum orðum þá hleypur kostnaður framboðsins við einungis að birta skilaboð Katrínar hvert einasta kvöld á milljónum króna.

Í þessu ljósi er ekki furða að spurningar vakni um hver sé að fjármagna þetta. Varla gerir Katrín það ein síns liðs. DV fullyrðir í ritstjórnarpistli að helstu sægreifar Íslands séu borgunarmenn framboðsins.

„Einhver þarf að borga þann kostnað og orðið á götunni er að lítið sem ekkert komi úr vasa frambjóðandans sjálfs, það séu sægreifar sem hafi tekið upp veskið fyrir Katrínu […] Orðið á götunni er að sægreifum renni blóðið til skyldunnar að styðja við bakið á Katrínu sem hafi reynst þeim betri en enginn sem forsætisráðherra og m. a. tryggt að ekki hafi tekist að setja ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á náttúruauðlindum landsins, en sem kunnugt er Hagnaðurinn af því nemur tugum milljarða á hverju ári og því ekki tiltökumál að punga út par hundruð milljónum í þakklætisskyni,“ segir DV.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí