Segir blikur á lofti vegna ólöglegrar áfengissölu

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, er harðorður gagnvart sinnuleysi stjórnvalda. Í inngangi sem Ívar skrifar í ársskýrslu ÁTVR sem birt var í gær, segir hann blikur á lofti vegna ólöglegrar áfengissölu á Íslandi.

„Á árinu 2023 mátti sjá áþreifanlegar breytingar í rekstrarumhverfinu sem lýsa sér meðal annars í því að hagnaður af reglulegri starfsemi er að dragast saman. Vegur þar þyngst ólögleg netsala áfengis og mikill samdráttur í tóbakssölu,“ segir Ívar.

Áfengi var selt fyrir 38,2 milljarða króna árið 2023 og minnkaði salan um 2% frá fyrra ári. Sala tóbaks var 9,9 milljarðar króna og minnkaði sígarettusala um tæp 9%.

Sala neftóbaks heldur áfram að dragast saman. Aðeins seldust um 10 tonn á síðasta ári.

Nýjar vörur á markaðnum, nikótínpúðar, sem ekki bera tóbaksgjald og eru þar af leiðandi mun ódýrari en íslenska neftóbakið, hafa tekið yfir markaðinn að sögn Ívars.

„Ef svo fer sem horfir með íslenska neftóbakið er aðeins tímaspursmál hvenær framleiðslu þess verður hætt.“

Mestur þungi orða Ívars beinist að ólöglegri áfengissölu á Internetinu að hans mati þar sem hægt er að hringja í fyrirtæki og panta áfengi heimsent.

„Í ríkisreikningi má sjá að hlutfall ÁTVR af greiddum áfengisgjöldum hefur lækkað úr 73,7% árið 2019 í 68,2% fyrir árið 2023. Því hefur hlutdeild ÁTVR af greiddum áfengisgjöldum minnkað um 5 – 6%. Rökrétt er að álykta að þetta sé að mestu vegna ólöglegrar netsölu áfengis. Afleiðingar þessa eru að arðgreiðsla ÁTVR í ríkissjóð lækkar um 400 milljónir króna. Ef ekkert verður að gert varðandi netsöluna er líklegt að ÁTVR verði að skerða þjónustu verulega á næstu árum svo ekki komi til hallareksturs.“

Sjá nánar hér:

https://arsskyrsla2023.atvr.is/inngangur

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí