Steinsofandi varðmenn við lokunarpósta í Grindavík

Stórtjón varð á á lagnakerfi í húsum í Grindavík vegna ótímabærra inngripa yfirvalda eftir því sem fram kom í umræðu á Samstöðinni í vikunni við þrjá íbúa í Grindavík.

Eins og Samstöðin hefur skrifað um telja sumir íbúar að of hart hafi verið gengið fam við rýmingu. Hver og einn íbúi hefði á ögurstundu átt að fá að bregðast við eftir eigin höfði og velja milli rýmingar og ekki. Sjá fyrri frétt hér: https://samstodin.is/2024/05/saka-logreglu-um-ofbeldi-og-vopnaburd-vid-rymingu/

„Þarna er fólk að taka ákvarðanir sem skortir reynslu í lífinu. Ég stórefa að einhver Almannavarnanefnd í Reykjavík geri sér grein fyrir nútíma fiskvinnslu,“ segir Magnús Gunnarsson trillukarl. „Þarna var mönnum haldið utan við stóran rekstur með ofbeldi.“

Fram kom í þættinum á Samstöðinni að aðgerðir yfirvalda væru þeim háborinnar skammar og mætti rekja margvíslegt tjón til rangrar ákvarðanatöku. Fyrirskipun um rýmingu hafi verið galin. Grindvíkingarnir vilja afsökunarbveiðni frá Víði og Almannavörnum vegna mistaka og ofbeldis sem íbúar hafi þurft að þola við rýmingu. Þá hafi sérsveitarmenn borið vopn við rýmingu sem sé alvarlegt mál.

Grindvíkingar segja tvískinnung og fúsk hafa einkennt viðbrögð. Lokunarpóstar í bænum kosti ríkið hundruð milljóna í rekstri á mannfrekum vöktum. En svo mikill amatörbragur sé á gæslunni að varðmenn hleypi fólki í gegn þótt íbúar gefi upp kennitöluna 321324-0000. Íbúi hafi prófað að gefa upp slíka grínkennitölu oftar er einu sinni og verið hleypt í gegnán athugasemda.

Einnig kom fram að sumir verktakar sjúgi ríkið og maki krókinn með botnlausri yfirvinnu.

Sjá nánar hér: https://www.youtube.com/live/W5QhKsEoP2I?si=0wUoSwNyXFaoZLp0

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí