Stuðningsmenn Palestínu hvattir til að sniðganga fræga sem hundsa þjóðarmorð

Þó búið sé að halda Eurovision þá er baráttan fyrir frjálsri Palestínu hvergi nærri lokið. Því ætti það ekki að koma svo á óvart að stuðningsmenn Palestínu hvetja nú aðra til að sniðganga frægt fólk á samfélagsmiðlum sem hafa ýmist unnið baráttunni skaða eða hundsað hana alfarið.

Meðal íslenskra nafna sem hafa verið nefnd eru Hera Björk, Friðrik Ómar, Selma, Rúnar Frey og Gunnu Dís. Hugmyndin er af erlendri fyrirmynd en hún er nánar útskýrð innan Facebook-hópsins Sniðganga fyrir Palestínu, sem er nokkuð fjölmennur á íslenskan mælikvarða, telur ríflega sjö þúsund meðlimi.

„Þar sem margir vita af the Blockout sem gengur eins og eldur um synu á Tiktok, allir eru semsagt að blokka fræga fólkið í Hollywood sem hafa ekki sagt eitt stakt orð í sambandi við Palestínu, halda bara áfram sínu peningalífi. Hverjir eru að borga þeim? VIÐ. Með því að blokka þá fá þau ekki krónu frá okkur almúganum,“ skrifar Guðrún Ásta nokkur og heldur áfram:

„Núna er tími til kominn að blokka íslenskar „stjörnur“ sem hafa ekki sagt neitt og halda áfram að græða og græða af okkur hinum sem ná ekki mat út mánuðinn. Þá er ég að tala um hlaðvörp, áskriftir og allt sem tengist þeim! Þetta er komið gott bara!“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí