Segir fall Assad ekki boða gott fyrir Palestínumenn: „Búið ykkur undir áróður“

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir að menn ættu ekki fagna of ákaft falli harðstjórans Bashar al-Assad í Sýrlandi því ekki er víst að það sem kemur í staðinn verði nokkuð skárra. Kristinn bendir á að reynslan sé ekki sérstaklega góð hvað varðar trúarleg uppreisnaröfl í þessum heimshluta.

„Undraskjótt fall Assad stjórnarinnar í Sýrlandi markar þáttaskil en sem fyrr er stóra fréttin hulin um hvað raunverulega gerðist á bak við tjöldin enda var Sýrland staðgönguvettvangur erlendra stríðsafla, aðallega Bandaríkjanna, Ísraels, Tyrklands, Rússlands og Írans. Assad féll eins og lauf í vindi af því að Íran og Rússland hættu að bakka hann upp hernaðarlega. Hesbollah samtökin í Lebanon, studd af Iran, voru líka í henglum eftir árásir Ísraela og höfðu ekkert uppá að bjóða í stuðningi,“ segir Kristinn og heldur áfram:

„Það er auðvellt að segja að farið hafi fé betra en áður en menn fagna of ákaft er rétt að hinkra og sjá hvað kemur í staðinn. Það hefur ekki alltaf reynst vel fyrir almenna borgara að losa þá við harðstjóra. Það hefur heldur ekki gefist vel í sögulegu samhengi að styrkja trúarleg uppreisnaröfl í pólitísku skyni því þau hafa átt til að bíta fast í hönd þeirra sem fóðruðu þau.“

Kristinn telur allt benda til þess að þessar vendingar í Sýrlandi hafi verið eftir forskrift utanaðkomandi afla. „Nú hentar það Tyrklandi, Ísrael og Bandaríkjunum að sjá þennan gamla sprota al-Kaida taka völdin í Sýrlandi. Þó að Hayat Tahrir al-Sham (HTS) og leiðtogi samtakana, Abu Mohammed al-Julani, hafi lýst yfir fyrir mörgum árum að þau hafi rofið öll tengsl við al-Kaida ætti að fara varlega að slá því föstu að mildileg stjórn taki við í Sýrlandi. Líklegt er að þessi hraða atburðarás á liðnum dögum sé eftir forskrift þar sem lykilleikendur utan lands hafa lagt línur. Það kann jafnvel að vera að samningar um átakalok í Úkraínu fléttist þar inn sem og tilvistargrið Írans. Það kemur á daginn síðar hvað hangir á spýtunni,“ segir Kristinn og bætir við að lokum:

„Eitt virðist þó augljóst, Palestínumenn eru á fórnaraltarinu. Búið ykkur undir áróður þess efnis að í ljósi stöðugleika og heildarhagsmuna verði menn að líta í gegnum fingur sér við þjóðarmorð.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí