„Hittu ekki eina einustu manneskju á Gaza sem var ekki veik eða slösuð“

„Það var verið að sprengja 18 manns í loft upp, bara í morgun. Aftur er það árás á skólabyggingu, sem gerð hefur verið árás á, ítrekað. Þessi skóli er  flóttamannabúðir, þar er ekkert skólastarf, þetta er skólaskýli á vegum UNWRA og fólk hefur leitað þangað. Þetta fólk er búið að missa heimili sín, hefur verið hrakið margoft til og frá, er á stöðugum flótta undan sprengjuárásum. Það er ekki lófa stór blettur öruggur á Gaza. Það eina sem fólkið þar hefur er vonin um “að það verði ekki næst.“

Svo hljóða nýjustu fregnir frá Palestínu í frásögn Möggu Stínu, söngkonu og aktívista, sem eins og undanfarnar vikur, greinir frá nýjustu tíðindum frá botni Miðjarðarhafs, við Rauða borðið í kvöld. Enn koma þaðan einugis slæmar fréttir. 

„Allir læknar sem hafa komið frá Gaza undanfarna mánuði, allir sem einn eru sammála um að þeir hafi aldrei nokkurn tímann upplifað á sínum starfsferli ástand eins og er á Gaza. Það er alveg sama hve mikla reynslu þeir hafa af því að starfa á  hungursvæðum eða stríðshrjáðum svæðum. Eitt sem þeir nefna líka margir, og það er að þeir hafi ekki á undanförnum mánuðum hitt eina einustu manneskju á Gaza sem ekki er veik eða slösuð.“

Við Rauða borðið í kvöld mun Magga Stína segja okkur enn fleiri fréttir af þjóðarmorði Ísraelsmanna í Palestínu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí