Það eru líklega einungis lögreglan og Stefán Einar Stefánsson, Sjálfstæðismaður og blaðamðaur Morgunblaðsins, sem boða fólk í viðtal fremur en að bjóða því. Í það minnsta mátti finna á vef Morgunblaðsins frétt með fyrirsögnina Boðar Höllu Tómasdóttur í viðtal.
Einn maður, sem hefur líklega tekið einna flest viðtöl allra á Íslandi, vekur athygli á þessu en það er hann Egill Helgason. „Ekki rekur mig minni til þess að hafa boðað fólk í Silfur Egils. Ég bauð því,“ segir Egill á Facebook.
Annar maður, sem einnig hefur tekið ansi mörg viðtöl, Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, tekur undir. „Já, það er uppi typpið á þeim Hádegismóamönnum,“ skrifar Jakob Grétar en Stefán Einar sjáfur telur ástæðu til að svara þessu. Stefán Einar skrifar: „það er betra að ná því upp en ekki. Sammála?“
Jakob Grétar svarar á móti: „Jújú, en það má nú eitthvað á milli vera, að vera með hann víagraðan og pinnstífan út í eitt er kannski aðeins of mikið af því góða. Sammála?“