Þórhildur Sunna hitti Assange

Opinberum hluta af heimsókn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns til London vegna skýrslugerðar um mál Julians Assange er lokið. Hápunktur ferðar Sunnu var að hitta Julian í Belmarsh fangelsi í morgun.

Markmiðið með skýrslunni er að meta hvort Julian Assange teljist pólitískur fangi eins og það er skilgreint af Evrópuráðinu. Hvort varðhaldið á honum hafi kælandi áhrif á mannréttindi í Evrópu.

Í færslu Sunnu á facebook kemur fram að Julian sendi hana með skilaboð af fundinum þar sem hann fagnaði vinnunni við skýrsluna og undirstrikaði mikilvægi Evrópuráðsins sem varðhund mannréttinda í Evrópu.

Á mánudag gæti dregið til tíðinda í málinu en þá munu breskir dómstólar ákveða hvort Julian fær að áfrýja fyrirhuguðu framsali sínu til Bandaríkjanna eða hvort það verður að veruleika.

Assange er fæddur árið 1971 og stofnaði WikiLeaks árið 2006. Hann afhjúpaði hneykslismál tengd bandaríska hernum og Chelsea Manning en Julian var fyrst hnepptur í varðhald árið 2010.

Mál Julian hefur oft verið nefnt til marks um mannréttindabrot þar sem við er að eiga valdamestu kerfi heims og hefur Kristinn Hrafnsson fréttamaður varið miklum tíma í að gæta hagsmuna hans.

Á myndinni er Sunna með Richard Burgon og Jeremy Corbyn sem ræddu mál Julians Assange við hana yfir hádegisverði í breska þinginu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí