Þrjár kannanir sýna nýja stöðu í forsetakosningum

Fylgismælingar í ekki færri en þremur skoðanakönnunum vegna forsetakosninganna verða kynntar næstu 36 klukkustundirnar.

Morgunblaðið kynnir nýja könnun Prósents klukkan 16 í dag fyrir kappræður efstu frambjóðenda.

Stöð 2 kynnir glænýja könnun Maskínu í kvöld áður en efnt verður til kappræðna milli efstu frambjóðenda.

Rúv kynnir könnun svo könnun Gallup á morgun. Í kjölfarið fara fram síðustu kappræður baráttunnar í Efstaleitinu þar sem fjöldi fólks mun endanlega gera upp sinn hug. Kosið verður eftir tvo daga og er rætt um að kosningarnar séu þær tvísýnustu og mest spennandi um áratuga skeið.

Þegar þetta er skrifað ríkir mikil spenna um hvert fylgið hefur leitað síðustu daga.

Margir spá nýrri stöðu í þeim könnunum sem birtar verða í dag, enda virðist fylgi á mikilli hreyfingu. Fyrrihluta vikunnar virtist sem 3-4 frambjóðendur ættu séns á Bessastöðum.

Katrín Jakobsdóttir er enn sá frambjóðandi sem kosningaspekúlantar telja líklegast að verði forseti og vitna til uppsafnaðra fylgismælinga. Öflug andstaða er þó við framboð Katrínar og mikil umræða á samfélagsmiðlum um taktíska kosningu, að fólk ætli að kjósa þann frambjóðanda sem síðustu kannanir mæli að eigi mesta möguleika á að sigra Katrínu.

Halla Hrund Logadóttir og Halla Tómasdóttir mældust báðar með meira fylgi en Katrín í könnun Prósents í upphafi vikunnar. Ekki er heldur hægt að útiloka Baldur Þórhallsson og varla Jón Gnarr heldur.

Allir frambjóðendur nema Katrín Jakobsdóttur styðja að Ríkisútvarpið falli frá fyrri áformum um að skipta panelnum upp í umræðum annað kvöld.

Samkvæmt svari fréttastofu Rúv við fyrirspurn Samstöðvarinnar, hefur Ríkisútvarpið enn ekki tekið ákvörðun um hvort rætt verður við alla frambjóðendurnar eða skipt upp í tvo hluta eftir mældum vinsældum í skoðanakönnunum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí