VG leiti að máli sem sprengi ríkisstjórnina

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, telur að VG gæti vegna  tilvistarkreppu flokksins og skorts á fylgi, mögulega leitað að máli til að sprengja ríkisstjórnina áður en kosið verður næst til Alþingis, haustið 2025.

Jafnvel gæti orðið um mál að ræða sem kæmi upp skömmu eftir forsetakosningar eða í haust.

Það gæti bjargað lífi flokksins ef fram kæmi ágreiningur um að ríkisstjórnin hygðist með stuðningi sjálfstæðismanna og framsóknar samþykkja þingmál sem gengi gegn grunngildum flokksins. Hvalamálið gæti verið dæmi um „gott mál“fyrir VG í þeim efnum. Þetta kom fram hjá Ólafi í umræðuþætti á Samstöðinni í dag, Sonum Egils.

Ef VG finnur ekki útgönguleið til að blása aftur lífi í fylgi fólks við flokkinn er VG að óbreyttu í útrýmingargættu.

Könnun Gallup mældi á dögunum fylgi VG 4,4%.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí