„Við verðskuldum betri dauða“

„Í október í fyrra, skömmu eftir að þjóðarmorðið í Palestínu hófst, flúði ljóðskáldið Mosab Abu Toha heimili sitt með fjölskyldu sinni, konu og börnum. Þau settust að í Jabaliya flóttamannabúðunum. Nokkrum dögum síðar var Mosab handtekinn ásamt nokkur hundruð öðrum saklausum borgurum, barinn, sveltur og niðurlægður dögum saman. Þegar honum var sleppt var svo búið að sprengja húsið hans. Nokkrum vikum seinna myrtu Zíonistar góðvin hans Refaat Alareer.“

Þetta skrifar rithöfundurinn Bragi Páll á Facebook, en hann tók sig til og þýddi eitt af nýlegri ljóðum Moasab Abu Toha. Það er ekki oft sem ljóð rata í fréttir en hér er þó tvímælalaust tilefni til þess. Ljóðið má lesa í heild sinni hér neðst en Bragi Páll útskýrir nánar:

„Hann lét hafa eftir sér nýlega „Á Gaza er dauðinn öruggari en lífið.“ Hann hefur skrifað pistla og ljóð undanfarin ár, en ég henti í þýðingu á einu af hans nýjustu ljóðum „We deserve a better death“ sem mér finnst ramma ágætlega inn viðbjóðinn, firringuna og sinnuleysi alþjóða samfélagsins en jafnframt ótrúlega þrautseigju Palestínsku þjóðarinnar.“

***

Við verðskuldum betri dauða

Við verðskuldum betri dauða.

Líkamar okkar eru afmyndaðir og undnir,

útsaumaðir með kúlum og sprengjubrotum.

Nöfnin okkar borin vitlaust fram

í útvarpi og sjónvarpi.

Myndirnar sem þekja veggi bygginganna okkar,

dofna og fölna.

Áletranirnar á legsteinunum okkar hverfa,

þaktar í skít fugla og skriðdýra.

Enginn vökvar tréin sem varpa skugga

á grafir okkar.

Logandi sólin hefur yfirbugað

rotnandi líkama okkar.

-Mosab Abu Toha

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí