Vistarbandið lifir góðu lífi í Taívan

TAIPEI, Taívan – Í miðborginni þar sem skýjakljúfar rísa hátt við hlið á sögulegum hofum, safnaðist hópur indónesískra farandverkafólks saman til að andmæla kerfi sem er á mörkum þess að vera nútímaþrælkun.

Þetta verkafólk, sem starfar samkvæmt umdeildu farandverkafólksleigukerfi Taívans, héldu samstöðfund og mótmæltu þessu ranglæti þann 19. maí til krefjast endurskoðunar á kerfi sem er hreint arðránskerfi og á meira skilið við þrælkun en heilbrigt vinnusamband. Kerfið, sem var upphaflega komið á laggirnar til að mæta vinnuaflsskorti í framleiðslu og umönnun.

Þetta sérstaka kerfi, sem var lögfest árið 1992, veitir taívönskum vinnurekendum heimild til að leigja farandverkafólk í gegnum milliliði. Þrátt fyrir að hafa sum einkenni hefðbundinnar vinnuleigu er taívanska líkanið hlaðið vandamálum sem hafa leitt til grófrar misnotkunar. Verkafólk greiðir oft há gjöld og skuldbindur sig fjárhagslega áður en það hefur störf. Þeir takast á við heft ferðafrelsi, bundið við sinn upphaflega vinnurekanda, og komast að því ráðning þeirra er oft eitthvað allt annað en það sem lofað var.

Þessu valdaójafnvægi, þar sem starfsfólk hefur takmarkaða möguleika til að bregðast við óréttlæti eða ósanngjörnum skilyrðum, er hægt að líkja við íslenska „vistarbandið“, sem batt verkafólk við vinnurekendur sína með litlum möguleika á að losna.

Mótmælendurnir, aðallega frá umönnunar- og framleiðslugeiranum, báru skilti með slagorðum á borð við „Hættið að of rukka okkur!“ og „Hvíld á sunnudögum sé virtur“. Þeir kröfðust afnáms milliliðakerfisins hins tavívaníska-vitarbands, bættrar stuðningsþjónustu og sterkari réttindaverndar. Þeir krefjast einnig aukins aðgangs að Indónesísku efnahags- og viðskiptaskrifstofunni (IETO), sem þeir ásaka fyrir að veita ófullnægjandi stuðning, sérstaklega á sunnudögum, sem er eini frídagur flestra farandverkamanna.

Frásagnir mótmælendanna mála dökka mynd af kerfi sem er gagntekið af arðráni. Einn starfsmaður lýsti því hvernig hann var lokkaður til Taívan með fölskum loforðum um umönnunarstarf, en var síðan þvingaður til að vinna á bóndabýli í hræðilegri þrælkun. Tilraunir hans til að skipta um vinnurekanda mættu hótunum um háar sektir, sem minna á takmarkanirnar sem fylgdu „vistarbandinu“ áður fyrr og því að verkafólk þurfti að sækja um sérstakan reisupassa.

Þessi mótmæli eru ekki einsdæmi. Þau eru hluti af vaxandi alþjóðlegri hreyfingu sem berst fyrir réttlátum og siðferðilegum vinnuskilyrðum, sérstaklega fyrir farandverkafólk. Indónesísk yfirvöld bera mikilvæga ábyrgð á að vernda borgara sína sem starfa erlendis.

Í ljósi aukinnar kröfu neytenda um gagnsæi og samfélagslega ábyrgð frá fyrirtækjum, er þörfin fyrir umbætur brýnni en nokkru sinni. Á sama hátt og Ísland lagði niður „vistarbandið“ á 19. öld, verður Taívan að horfast í augu við eigin arfleifð arðráns og taka afgerandi skref til að vernda réttindi og mannlega reisn farandverkafólksins.

Mynd: Indónesískir farandverkamenn mótmæla í Taívan

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí