Vottur af yfirlæti í Forustusætinu með Höllu Hrund

Hallgrímur Helgason rithöfundur segir að spurningar sem Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttakona spurði Höllu Hrund Logadóttir í Forustusætinu í gær hafi verið furðulegar og borið vott af yfirlæti. Hann telur þó að Halla Hrund hafi staðið sig vel í þættinum sem sýndur var í gærkvöldi.

„Halla Hrund var aldeilis heppin með bakgrunn í sjónvarpinu í kvöld, með hugrenningatengslin ljós og blá við konuna þarna í hægra horni skjásins. En þetta var ekki besta kvöldið hennar vinkonu minnar í spyrjendastólnum. Furðulegar spurningar satt að segja – Afhverju fórstu til Argentínu? Hvar viltu virkja? – og vottur af yfirlæti. Undirtextinn: Hvað ert þú nú að vilja upp á dekk, vina mín? HH svaraði þó vel og komst vel frá þessu,“ segir Hallgrímur á Facebook.

Skiptar skoðanir eru svo á viðtalinu í athugasemdum hjá Hallgrími. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, segir til að mynda að Jóhanna Vigdís sé svo hlutdræg að hún eigi ekki heima á fréttastofunni. „Það er skandall og skömm að, að Jóhanna Vigdís skuli hafa starfað á fréttastofunni lengur en í fimm daga,“ segir Þór.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir á hinn boginn að það sé svolítið sérstakt að þjóðin sé líklega að fara að kjósa forseta sem flestir vita lítið um. „Merkileg tilraun í gangi. Þjóð að að kjósa forseta – að öllum líkindum – sem hún veit sama og ekkert um. Svör hennar færa manni litla vitneskju um það – en blái kjóllinn er á sínum stað,“ segir Egill.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí