50 gráðurnar séu „endapunktur hins vestur-evrópska heimsveldis“

Líkt og Samstöðin hefur fjallað um þá mælist hitastig yfir 50 gráðum í æ fleiri löndum. En slíkur hiti, 50 gráða lofthiti, flokkast undir hamfarir. Margir virðast ekki átta sig á því hvaða afleiðingar hiti sem þessi gæti haft ef hann færi að mælast í Evrópu í meira mæli.

Þar á meðal er þó ekki Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands. „57,7° er (held ég enn) hæsti hiti sem mælst hefur á Jörðinni (Árið 1922 í Líbíu). En nú mælast yfir 50° trekk í trekk í mörgum löndum. Metið hlýtur að falla fljótlega. Í okkar heimshluta þarf hitastigið ekki að fara nálægt 50° til að valda  stórkostlegum vanda,“ segir Ragnar Þór og heldur áfram:

„Mið- og norður evrópsk hús eru byggð til að halda hita, ekki losna við hann. Hús eru almennt ekki loftkæld og jafnvel þótt þau yrðu það myndi það kalla á stóraukna raforkuframleiðslu. Alvarleg lífsstílskreppa virðist vera óumflýjanleg. Ofan í umhverfiskreppu og stjórnmálakreppu. Og samkvæmt mannkynssögunni eru allar líkur á því að komið sé að endapunkti hins vestur-evrópska heimsveldis – og að það verði líkast til Kínverjar sem taki forystu enn og aftur (eins og þeir hafa raunar gert reglulega síðan á bronsöld).“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí