„Af hverju eiga útgerðarmenn þjóðarinnar að geta veðsett þjóðareign?“

„Ef það fólk sem tekur ákvarðanir um svona hluti eins og strandveiðikerfið myndi aðeins hugleiða að kerfið snertir líf fjölda fólks úti á landsbyggðinni, á stöðum þar sem kannski er búið að kaupa allan kvótann í burtu og þetta fólk er að reyna að halda úti byggð á viðkomandi stað, af hverju er ekki eitthvað gert til að hjálpa þessu fólki? Viljum við frekar fá alla suður á malbikið og láta húsnæðisverðið og -leiguna, rjúka upp úr þakinu? Af hverju ekki frekar að stuðla að svona úrræðum eins og strandveiðikerfið gæti svo auðveldlega gert, til að ýta undir byggð úti á landi?“

Þetta segir Magnús Guðbergsson strandveiðisjómaður í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Magnús fer yfir víðan völl í viðtalinu en hann segir meðal annars að nauðgsynlegt sé að stokka upp kvótakerfið, því ella muni sjávarútvegurinn í heild sigla í strand.

Ef ég gæti spólað fjörutíu ár aftur í tímann og ákveðið hvernig kvótakerfið á að vera, þá liggur kvótinn hjá ríkinu, sem fær allar tekjur af auðlindinni. Ég myndi treysta mér til að reka góða útgerð ef ég get leigt þorsktonnið á 70 þúsund krónur en í dag skila útgerðirnar bara 25 þúsund krónum til ríkisins og þeir sem leigja frá sér kvótann, borga ekki neitt því það er bara borgað fyrir veitt tonn. Finnst einhverjum virkilega eðlilegt að stóru útgerðirnar skuli geta fjárfest í kvóta í Namibíu t.d. og víðar, fyrir veðsetningu á eign þjóðarinnar? Ekki get ég veðsett hús einhvers annars til að fjármagna mín kaup, af hverju eiga útgerðarmenn þjóðarinnar að geta veðsett þjóðareign? Þeir sem tala fyrir því að þetta sé hagsælla fyrir þjóðina, gleyma algerlega að spá í hvernig hlutirnir væru ef þetta væri ekki svona. Hvað hefði gerst ef kvótinn væri eign þjóðarinnar en ekki fárra útvaldra, hefði útgerð þá bara dáið drottni sínum?,“ spyr Magnús.

Viðtalið við Magnús má lesa í heild sinni hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí