Fákeppni á rafvörumarkaði í takt við íslenskan fákeppnismarkað

Verðlagseftirlit ASÍ segir í tilkynningu í dag að lítill munur sé á verðlagi meðal risa á rafvörumarkaði, Elko og Heimilistækjakeðjunnar. Keðjan inniheldur líka Tölvulistann, Rafland og Byggt og Búið.

Verkefnastjóri verðlagseftirlitsins, Benjamín Julian, kallaði fyrirkomulagið „vopnaðan frið“ í samtali við Vísi.

„Af 337 vörum sem bornar voru saman voru verð nákvæmlega þau sömu í 208 tilfellum“, segir í tilkynningunni. Þessar vörur voru valdar af því að þær eru seldar af báðum fyrirtækjum og því samanburðarhæfar.

Þá kom einnig fram að ef það er munur á verðlagi þá er það í miklum meirihluta tilvika upp á eina krónu eða allt að fimmtán krónu mun.

Þegar raunverulegur munur er á verðlagi var þar um að ræða mun vegna tilboða, en það fyrirkomulag virðist vera nýtt til að ýkja ásýnd verðmunar. Tekið var gott dæmi um það í tilkynningunni:

„Til dæmis var LG 55 tommu sjónvarp á 15.000 krónu afslætti í Heimilistækjum og Rafland og á 22.000 krónu afslætti í Elko. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna, eða 0,001%.“ 

Það er því morgunljóst að fyrirtækin virðast vera að stilla saman strengjum í verðlagi.

Þó það sé vissulega mikilvægt að verðlagseftirlit ASÍ sinni sínum störfum og afhjúpi þessar staðreyndir þá ættu niðurstöðurnar ekki að koma neinum á óvart.

Íslenskt markaðsumhverfi er með þeim hætti að nánast hvergi má finna raunveruleg dæmi um frjálsa samkeppni á markaði. Í nær öllum tilvikum meðal stórra atvinnugreina er mun frekar um að ræða fákeppni.

Matvöruverslanarisarnir Bónus og Krónan eru iðulega með einnar krónu mun á sameiginlegum vörum. Ef ein verslunin hækkar verð, þá hækkar hin verslunin nær samstundis líka og heldur einnar krónu mun. Ásýnd samkeppninnar er haldið með nær vélrænum hætti, þrátt fyrir að hvert lifandi mannsbarn sjái hæglega í gegnum hana.

Það að staðan sé eins meðal raftækjarisa er bara enn annað dæmi um íslenskan fákeppnismarkað sem gerir það einmitt að verkum að einn lykilgrundvöllurinn fyrir hugmyndafræðinni um gagn og gildi markaðarins, samkeppni, er ekki til staðar.

Sama er upp á teningnum á bankamarkaði, útflutningsmarkaði, fiskveiði, matvælaframleiðslu, heildsölumarkaði og svo mætti lengi telja áfram.

Fullar niðurstöður verðlagseftirlitsins má finna hér:

https://e.infogram.com/17d33d43-a983-4739-8f03-7c8fbe2fd273?src=embed

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí