Hræðilegt að heyra sjúklingana veina af kvölum á Landakoti

Þegar læknar hættu að ávísa heróíni til sjúklinga í New York varð til svartur markaður og undirheimur þar sem tekist var á um efnin. Skipulagðri glæpastarfsemi óx fiskur um hrygg.

Þetta kom fram í viðtali Gunnars Smára Egilssonar við Árna Tómas lækni.

Alma landlæknir svipti Árna tilvísanaleyfi og fær Árni nú ekki lengur að þjónusta mjög veikan hóp morfínfíkla í skaðaminnkunarskyni að hans sögn.

Í viðtalinu, sem læknirinn segir að verði síðasta framkoma hans í fjölmiðlum vegna málsins,  rifjar Árni upp að fyrir mörgum árum þegar hann var læknakandídat við störf á Landakotsspítala hafi verið tekin umræða hvort eitthvað væri til sem kallaðist daglegur hámarksskammtur af morfíni fyrir þjáða sjúklinga. Eða hvort dauðveikir sjúklingar ættu að fá eins mikið af efninu og þeir óskuðu.

„Að ganga gangana í myrkrinu á næturvakt á Landakoti og heyra fjölda fólks veina,“ segir Árni. „Maður heyrði veinin í þeim.“

„Þetta var miklu verra hér áður, það var alveg skelfilegt,“ segir Árni.

Þá hafði sjúklingum ekki verið ávísað á nægt mein af morfíni. Hámarksskammtur var þá talinn 4×10 milligrömm af morfíni en það var oft allt of lítið fyrir sem dæmi krabbameinsssjúka einstaklinga að sögn læknisins.

Árni hafði aldrei verið kærður eða áminntur áður en hann missti réttinn til að ávísa á lyf.

„Stundum þarf maður að beygja reglurnar og fara eigin leið,“ segir hann.

„Ég reyndi að fara eftir reglunum níutíu og eitthvað prósent en það koma upp aðstæður þar sem ekki er manneskjulegt að fara eftir reglunum.“

Lyfseðlar 50-60 fyrrum skjólstæðinga Árna sem fengu daglegan neysæluskammt af morfíni vegna hans tilvísana eru nú að renna út. Eftir að hann missti leyfið er viðbúið að hans sögn að sjúklingar hans þurfi að stela til að fjármagna eigin fíkn með kaupum á jafnvel óhreinu og mjög skaðlegu efni á götunni. Þeir segjast smeykir um að þeim verði úthýst frá vinum og fjölskyuldu en mest er um að ræða unga karla, yndislegt en mjög veikt fólk, að sögn læknisins.

„Mér verður illt þegar ég hugsa til þessa.“

Sjá allt viðtalið hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí