Kallar Ólaf Ólafsson glæpamann Íslands nr. eitt

„Sam­keppn­is­brot ís­lenskra skipa­fé­laga er al­var­leg­ur glæp­ur gegn ís­lensk­um neyt­end­um. Glæp­ur­inn er ekki hug­læg­ur. Hann snýst um lífs­kjör. Það er von mín og ósk að þær stofn­an­ir sem fjalla um áfrýj­un úr­sk­urðar Sam­keppnis­eft­ir­lits hafi hug­rekki og mann­dóm til að meta varn­ar­ræður vit­firringa þegar í rétt­ar­sal kem­ur. Hags­mun­ir sem eru und­ir í þessu máli eru lífs­kjör á Íslandi. Þau eru æðri hags­mun­um ís­lenskra iðju­hölda,“ skrifar Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Mogga dagsins.

Vilhjálmur rekur glæpi nokkurra fjárglæframanna í sögunni, meðal annars Jósafat Arngrímsson, en segir síðan: „Glæpa­maður Íslands nr. 1 get­ur ekki rétt­lætt sam­keppn­is­brot með því að hann hafi tapað fjand­ann ráðalaus­an í til­raun­um sín­um til heims­yf­ir­ráða og því ætlað sér að end­ur­heimta tapið á sak­laus­um ís­lensk­um neyt­end­um. For­senda nauðasamn­inga við lán­ar­drottna get­ur aldrei verið til­ræði við neyt­end­ur.“

Þarna er augljóslega átt við Ólaf Ólafsson, aðaleiganda Samskipa, sem tapaði eign sinni í Kaupþingbanka við Hrunið, fyrir réttum fimmtán árum. Samskip var þá ofurskuldsett og lánardrottnar félagsins tóku það yfir. Ólafur og aðrir stjórnendur keyptu félagið síðan aftur og fjármögnuðu kaupin með samráði við Eimskip um taumlaust okur á flutningum.

Skrif Vilhjálms eru á skjön við leiðaraskrif Moggans þar sem hamast hefur verið á Samkeppniseftirlitinu undanfarnar vikur og þess krafist að það verði lagt niður og forstjóri þess rekinn. Á yfirborðinu eru þær kröfur byggðar á ásökunum um yfirgang eftirlitsins gagnvart stórútgerðarmönnum en í ljósi þess að Morgunblaðið hefur lítið fjallað um stærsta samkeppnislagabrot Íslandssögunnar, má ætla að raunveruleg sök Samkeppniseftirlitsins í huga Moggamanna sé afhjúpun á samsæri skipafélaganna.

Vilhjálmur segir í grein sinni að til þess til þess að Sam­keppnis­eft­ir­lit verði virkt þurfi að efla virka sam­keppni í viðskipt­um og þar með vinna að hag­kvæmri nýt­ingu fram­leiðsluþátta þjóðfé­lags­ins. Þess­um mark­miðum verði náð með því að:

  • vinna gegn óhæfi­leg­um hindr­un­um og tak­mörk­un­um á frelsi í at­vinnu­rekstri
  • vinna gegn skaðlegri fákeppni og sam­keppn­is­höml­um
  • auðvelda aðgang nýrra sam­keppn­isaðila að markaðnum
  • stuðla að heil­brigðu sam­keppn­is­um­hverfi til hags­bóta fyr­ir neyt­end­ur

Síðan sehgir Vilhjálmur: „Ef full­trú­ar kjós­enda telja að reglu­verk sé of flókið til að vinna að hags­mun­um neyt­enda þýðir það að hags­mun­ir fram­leiðenda vöru og þjón­ustu séu æðri hags­mun­um neyt­enda. Það get­ur aldrei orðið nema í hug­um vit­firringa. En þeir eru til! Vand­inn í málsvörn kann að vera sá að kunna ekki að þegja yfir nógu mörgu.“ Og þar augljóslega við samflokksmenn sína, sem ætið verja stórfyrirtæki þegar hagsmunir þeirra og almennings fara ekki saman. Og enn frekar á þetta við um Morgunblaðið og aðra hluta auðvaldspressunnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí