Pistill Sunnu Valgerðardóttur, starfsmanns VG, sem Samstöðin fjallaði um í gærkvöld fær misjafnar viðtökur.
Sunna gerir fylgishrun VG að umræðuefni að en flokkurinn mælist nú með rúmlega þriggja prósenta fylgi hjá Gallup og fengi engan þingmann ef kosið yrði í dag. Sunna kennir eitruðu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn um en segir líka að vinstri menn séu vinstri mönnum verstir.
Sumir hrósa hugekki Sunnu að skrifa eins og hún gerir. Bent er á að ef Katrín Jakobsdóttir væri enn formaður hefði hún ekki leyft slík skrif.
En margir gera athugasemdir og telja skrifin ódýr.
Doktor Sigríður Guðmarsdóttir prestmenntuð sem kennir við HÍ segir í athugasemd við færslu Sunnu:
„Mér finnst ég sem vinstri manneskja hafa kunnað að vera verst við mig þegar ég kaus VG og horfði síðan á þau fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ég kaus flokkinn frá stofnun hans og hætti því árið 2017. Konur í ofbeldissamböndum telja sig örugglega líka vera „öryggisventil“ á heimilinu.“
Og Snæbjörn Brynjarsson er hryttinn í greiningu sinni á pistli Sunnu:
„Halda áfram að skamma kjósendur, ekki gefast upp 2% eru möguleg.“