„Halda áfram að skamma kjósendur“

Pistill Sunnu Valgerðardóttur, starfsmanns VG, sem Samstöðin fjallaði um í gærkvöld fær misjafnar viðtökur.

Sunna gerir fylgishrun VG að umræðuefni að en flokkurinn mælist nú með rúmlega þriggja prósenta fylgi hjá Gallup og fengi engan þingmann ef kosið yrði í dag. Sunna kennir eitruðu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn um en segir líka að vinstri menn séu vinstri mönnum verstir.

Sumir hrósa hugekki Sunnu að skrifa eins og hún gerir. Bent er á að ef Katrín Jakobsdóttir væri enn formaður hefði hún ekki leyft slík skrif.

En margir gera athugasemdir og telja skrifin ódýr.

Doktor Sigríður Guðmarsdóttir prestmenntuð sem kennir við HÍ segir í athugasemd við færslu Sunnu:

„Mér finnst ég sem vinstri manneskja hafa kunnað að vera verst við mig þegar ég kaus VG og horfði síðan á þau fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ég kaus flokkinn frá stofnun hans og hætti því árið 2017. Konur í ofbeldissamböndum telja sig örugglega líka vera „öryggisventil“ á heimilinu.“

Og Snæbjörn Brynjarsson er hryttinn í greiningu sinni á pistli Sunnu:

„Halda áfram að skamma kjósendur, ekki gefast upp 2% eru möguleg.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí