Kjarasamningur Sameykis við ríkið undirritaður

Verkalýðsmál 12. jún 2024

Samninganefndir ríkisins og Sameykis gengu frá samkomulagi um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs í kvöld.

Gildistími samningsins er til fjögurra ára, frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Kjarasamningurinn er gerður í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í mars 2024.

Nú hefst vinna við að útbúa kynningarefni um kjarasamninginn og verður kynningarfundur auglýstur á næstu dögum.

Mynd: Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis tekur í hönd Jökuls Heiðdals Úlfssonar, formanns samninganefndar ríkisins eftir undirskrift. Ríkissáttasemjari, Ástráður Haraldsson, óskar þeim til hamingju.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí