Leikarinn góðkunni William Shatner, sem gerði völlinn verulega frægan fyrir leik sinn á Kaftein Kirk í Star Trek ásamt öðrum hlutverkum, fer fremstur í fylkingu í afar skrautlegri nýrri auglýsingu þar sem hann ásamt öðrum bölvar laxafiskeldi í sjónum í Kanada í sand og ösku.
Shatner segir í myndbandinu að hann hafi lengi reynt að vera góður kanadískur maður, mjúkmáll og vinalegur, en nú sé hreinlega nóg komið. Áhrif lagareldis sé svo hörmulegt á náttúru og vistkerfi. Hann segir því lagareldisfyrirtækjum „fuck off open net pen salmon farms“.
Myndbandið er algerlega kostulegt og það má sjá hér:
Ástæða myndbandsins er til að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í Kanada um að framlengja leyfi um fimm ár í viðbót til frekara lagareldis.
Shatner segir lagareldi vera „ónáttúru“, sem sé að tortíma villtum laxastofnum og eyðileggja náttúruna.
Lagareldi og landeldi er í gríðarlegri uppsiglingu hér á Íslandi og Alþingi allra Íslendinga er ófært um að veita því hið minnsta aðhald og raunar hafði þau áform að veita lagareldisfyrirtækjum ótímabundið leyfi til framleiðslunnar. Leyfi að eilífu.
Spurning hver viðbrögð Shatners yrðu við slíkri hugmynd?