Norskri laxeldisbarónar og breskir vindmyllubarónar skipti á milli sín íslensku hafsvæði

Bretar virðast horfa til þess að gera ´´Island að nokkurs konar rafhlöðu fyrir eigin raforkuþarfir. British Geological Survey, eða BGS, er að hluta ríkisrekin stofnun sem stundar ýmsar jarðvísisindalegar rannóknir. Sú hefur nú fengið talsverðan rannsóknarstyrk til þess að kanna þann möguleika að vindmyllum við strendur Íslands. Umdeilt frumvarp um lagareldi hefur verið lýst sem landráði því með sé verið að afhenda norskum auðmönnum marga fallegustu firði Íslands til eigin nota um ókomna tíð. Það er því ekki úr vegi að breskir auðmenn fái restina af strendum Íslands undir sínar vindmyllur.

Það er rithöfundurinn Haukur Már Helgason sem vekur athygli á þessum áformum. „Bretar eru semsagt að spá hvort hafsvæði í kringum Ísland megi nýta undir vindmyllur til raforkuframleiðslu – fyrir Bretland. Hugmyndin er ekki alveg ný af nálinni en hér er sagt frá rannsóknarstyrk sem var nýverið veittur og rannsóknarleiðangri sem er fyrirhugaður í sumar, til að kanna möguleikann,“ segir Haukur Már en hann furðar sig á því hve lítið þetta hefur verið rætt á Íslandi.

„Ég hef ekki séð mikið um þessi áform rædd. Kannski eru þessar pælingar of ómarkvissar enn sem komið er, kannski hefur umfjöllunin farið fram hjá mér. Og kannski er þetta fín hugmynd, besta mögulega nýting á lögsögunni og rokinu. Stundum hefur það hvarflað að mér að landið myndi nýtast best sem eins konar batterí. Ég get þó ímyndað mér að almennt þætti íbúum þess það koma sér við. Í öllu falli forvitnileg staða, hvað hafsvæðin virðast allt í einu umsetin af fjölskrúðugu fjármagni, hvort sem er norskum laxeldisbarónum eða enskum orkuþorsta,“ segir Huakur Már.

Hér má lesa nánar um þessi áfrom Breta.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí