Nýnasistar með íslenska meðlimi skilgreindir hryðjuverkasamtök

NMR, nýnasistahreyfing á Norðurlöndunum sem nokkrir Íslendingar hafa verið hluti af og eru með útibú hér heima, hefur verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök.

Guardian segir frá þessu og kemur fram að að auka skandinavíska nýnasistahópsins séu þrír leiðtogar samtakanna sérstajkega skilgreindir sem hryðjuverkamenn.

Norræna andspyrnuhreyfingin hafi verið skilgreind ógn við Bandaríkjamenn.

NMR er stærsti nýnasistahópurinn í Svíþjóð og hefur útibú í Noregi, Danmörku, Íslandi og Finnlandi.

Allar eignir leiðtoga þessara hópa í Bandaríkjunum verða frystar og þeim verður bannað að nota bandaríska fjármálakerfið.

Myndin er frá opnum fundi nýnasista í Reykjavík fyrir nokkrum árum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí