Seinkun kvöldfrétta sýni völd auglýsingadeildar RÚV – „Hin raunverulega yfirstjórn“

Því verður varla neitað að nokkuð margir eru óánægðir með þá ákvörðun að kvöldfréttir RÚV verði færðar í sumar frá klukkan 19 til 21. Ástæðan, að sögn RÚV, er að „lágmarka rask sem EM karla í fótbolta og Ólympíuleikarnir í París hefðu annars í för með sér“. Víða á samfélagsmiðlum má þó sjá Íslendinga kvarta undan þessu.

Þessi reiðibylgja kemur þó sumum á óvart, enda löngu búið að lýsa yfir dauða línulegrar dagskrár. Sá Dauði virðist þó stórlega ýktur. Einn þeirra sem furðar sig á þessu viðbrögðum er Stefán Pálsson sagnfræðingur en hann skrifar: „Ætli það sé oftar en 5-6 sinnum á ári sem ég kveiki beinlínis á sjónvarpinu til að horfa á kvöldfréttatíma? Ég hlusta á sjónvarpsfréttatíma í útvarpinu ef ég sit við eldhúsborðið eða er að keyra, annars er öll mín fréttainntaka með öðrum hætti. Og ef ég sé á netinu að það hafi verið eitthvað áhugavert í sjónvarpsfréttatíma fer ég einfaldlega í upptökuna. En gaman að sjá að línulegt fréttatímaáhorf lifi enn af viðbrögðunum við júnídagskrá RÚV að ráða.“

Athygli vekur svo hve margir segjast svo ekki skilja hví íþróttirnar séu ekki hafðar á RÚV2 og hefðbundin dagskrá á RÚV1. „Hver var aftur tilgangurinn með aukarás Rúvs?,“ spyr til að mynda maður nokkur innan hópsins Fjölmiðlanördar. Annar skrifar í sama hóp: „Af hverju ekki að setja þetta á RÚV2? Af hverju alltaf að rugla dagskrá fyrir minnihluta áhorfenda?“ Sömu spurningu má finna í athugasemdum við frétt RÚV þar sem þetta fyrirkomulag er tilkynnt. „Afhverju eru iþróttirnar ekki á RÚV 2? þetta fyrirkomulag er galið,“ skrifar einn í athugsemd.

Þessari spurningu hefur ekki enn verið svarað af RÚV. Ein tilgáta hefur þó verið lögð fram. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum þar til nýlega, hefur líklega verið einn mest áberandi gagnrýnandi RÚV í síðustu ár. Sú gagnrýni hefur nær alfarið einskorðast við auglýsingasölu og stöðu fjölmiðla í samkeppni við RÚV. Hann telur seinkun frétta í sumar endurspegla að völdin innan stofnunarinnar séu hjá þeim sem selja auglýsingarnar. Hann skrifar á Twitter:

„Hér sigrar auglysingadeildin sem hin raunverulega yfirstjórn RÚV og almannahlutverkinu er sparkað í annað sætið.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí