Skólameistari ósáttur við símabann akureyrskra grunnskólabarna

„Ég held að ég hafi sjaldan séð eins harða baráttu í menntakerfinu gegn samtímanum eins og nú,“ skrifar Lára Stefánsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á Tröllaskaga um ákvarðanir nágranna hennar Akureyringa í skólastarfi.

Akureyrarbær hefur ákveðið að banna notkun farsíma meðal nemenda í grunnskólum frá og með næsta hausti líkt og fram kom í Kastljósinu á Rúv í gærkvöld.

Kennarar segja símanotkun truflandi við kennslu og vonast til að bannið auki einbeitingu. Margir nemendur eur ósáttir og segja allt þeirra líf og skipulag í símanum – líkt og fullorðnir hljóta að tengja við. Rætt var við kennara sem ber við að símabannið sé viðbragð við ómeðvituðum sjáfskaða barna og er þar vísað til einbeitingarskort gagnvart öðrum hlutum og hefur verið rætt um fíkn.

Bannið verður við lýði alla daga næsta skólaárs innan grunnskóla á Akureyri og símarnir geymdir í læstum skápum ef til þeirra sést. Þó má nota síma í frímínútum á föstudögum.

Lára Stefánsdóttir segir að með þessu sé ungt fólk hindrað í að fá menntun um það samfélag sem það lifir í. Þótt það hafi sést áður sé þetta dæmi „meira brútalt en nokkru sinni“ eins og hún orðar það.

„Með farsímabanni er ungu fólki neitað um menntun og uppeldi til þess að lifa og starfa í nútímasamfélagi,“ segir Lára sem þó sé undistaða menntunar. Mörgu verði sópað undir teppið.

„Hvenær hafa bönn leitt til farsællar niðurstöðu? Sléttar kannski yfirborð en býr til miskunnarlausari heim í skjóli banns. Að nokkur skuli trúa því að þetta verði til góðs,“ skrifar skólameistarinn á facebook.

Samkvæmt könnunum eiga 97-98 prósent íslenskra grunnskólabarna síma.

Mynd: AFP

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí