Spáir því að nokkrir Sjálfstæðismenn hverfi skyndilega í fyrramálið

Í fyrramálið verður tekin fyrir á Alþingi vantrauststillaga gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Það eru þingmenn Miðflokksins sem leggja hana fram en öllum er ljóst að ástæðan fyrir vantraustinu sé hvernig Bjarkey tók á hvalveiðimálum. Þvert á stefnu hennar eigins flokks leyfði hún hvalveiðar en það þótti ekki nóg, því leyfið er einungis tímabundið.

Á endanum mun ´þetta einungis þýða eitt, líkt og ávallt þegar vantrausttillögur eru lagðar fram, og það er að allir stjórnarþingmenn verða að sýna í verki stuðning sinn við Bjarkey, greiða atkvæði gegn tillögunni. Ljóst er að sumir bandamenn hennar, meintir, er lítið spenntir fyrir þessu enda Bjarkey mjög óvinsæl meðal hörðustu Sjálfstæðismanna.

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforkólfur frá Akranesi, segist geta spáð fyrir um hvernig sumir Sjálfstæðismenn á þingi munu skera á þennan hnút. Þeir mun einfaldlega ekki mæta. Vilhjálmur útskýrir á Facebook:

„Ætla að spá að það verði nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem muni kalla inn varamenn eða boða forföll til að forða sér frá því að það sjáist að þeir þorri ekki að styðja við vantraust á matvælaráðherra. Veit að það þýðir ekki að elta ólar við þingmenn Framsóknar enda búinn að sjá að sá flokkur virðist ekki standa fyrir neitt annað en sjálfan sig.Verður afar spennandi að fylgjast með þegar vantrausttillagan verður lögð fram á hendur matvælaráðherra í fyrramálið sem og sjá hvort þingmenn geri þá lágmarkskröfu að ráðherrar fari eftir lögum og stjórnarskránni.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí