Stórsöfnun fyrir fjölskylduna: „Allir þurfa hjálp og þá sérstaklega börnin“

Mohammed Alkurd ætti að vera lesendum Samstöðvarinnar vel kunnur en hann kom hingað til lands sem flóttamaður frá Palestínu fyrir nokkru síðan. Hann hefur undanfarið safnað fé fyrir fjölskyldu sína en einnig aðra íbúa í Gaza en þar hefur ástandið vernsað dag frá degi.

Nú segir Mohammed að ástandið sé orðið það slæmt að það dugi varla lengur að hafa söfnunina fremur smá í sniði „Ég hafði hugsað mér að safna peningum fyrir fjölskylduna mína í hverjum mánuði en ástandið hefur versnað mjög mikið. Enginn getur ímyndað sér ástandið og hungursneyðina sem herjar á alla á Gaza. Ég vil setja af stað stóra söfnunarherferð sem gagnast fjölskyldunni minni og mörgum öðrum sem búa í nálægð við þau og á fleiri stöðum í tjöldum,“ segir Mohammed.

Hann bendir á að sá peningur sem safnast myndi allur renna í eitt það mikilvægasta sem fæst fyrir peninga, að bjarga mannslífi. „Allir þurfa hjálp og þá sérstaklega börnin sem eru veik, án matar og hreins vatns til drykkju. Allir senda ykkur sínar bestu kveðjur og segja jafnframt að þið séuð þeirra eina von til að þau haldi lífi. Þau kunna að meta hvert einasta framlag frá hverju og einu ykkar,“ segir Mohammed.

Þeir sem vilja  leggja honum lið geta það með upplýsingunum hér fyrir neðan.

Kennitala

2410934259

Banka-og reikningsnúmer

0370-26-048030

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí