Mohammed Alkurd ætti að vera lesendum Samstöðvarinnar vel kunnur en hann kom hingað til lands sem flóttamaður frá Palestínu fyrir nokkru síðan. Hann hefur undanfarið safnað fé fyrir fjölskyldu sína en einnig aðra íbúa í Gaza en þar hefur ástandið vernsað dag frá degi.
Nú segir Mohammed að ástandið sé orðið það slæmt að það dugi varla lengur að hafa söfnunina fremur smá í sniði „Ég hafði hugsað mér að safna peningum fyrir fjölskylduna mína í hverjum mánuði en ástandið hefur versnað mjög mikið. Enginn getur ímyndað sér ástandið og hungursneyðina sem herjar á alla á Gaza. Ég vil setja af stað stóra söfnunarherferð sem gagnast fjölskyldunni minni og mörgum öðrum sem búa í nálægð við þau og á fleiri stöðum í tjöldum,“ segir Mohammed.
Hann bendir á að sá peningur sem safnast myndi allur renna í eitt það mikilvægasta sem fæst fyrir peninga, að bjarga mannslífi. „Allir þurfa hjálp og þá sérstaklega börnin sem eru veik, án matar og hreins vatns til drykkju. Allir senda ykkur sínar bestu kveðjur og segja jafnframt að þið séuð þeirra eina von til að þau haldi lífi. Þau kunna að meta hvert einasta framlag frá hverju og einu ykkar,“ segir Mohammed.
Þeir sem vilja leggja honum lið geta það með upplýsingunum hér fyrir neðan.
Kennitala
2410934259
Banka-og reikningsnúmer
0370-26-048030