Telur Vg ekki hafa gefið of mikið eftir – því Sjálfstæðismenn hafa sagt honum annað

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, telur flokkinn ekki hafa gefið of mikið eftir í ríkisstjórnarsamstarfinu. Í það minnsta segja Sjálfstæðismenn honum annað og virðist hann ekki telja ástæðu til þess að rengja þá. Flokkurinn mælist ekki inn á þingi samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, er með rétt ríflega þrjú prósent fylgi.

 Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður flokksins, opnaði þá umræðu í gær að ástæðan gæti verið vegna samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn. Þó það hafi verið altalað um langt skeið utan flokksins, þá hafa fáir innan hans rætt það opinberlega fram að þessu.

Til marks um það þá tekur Guðmundur Ingi, formaður flokksins, ekki undir með Sunnu, þegar hann var spurður um pistil hennar í viðtali við RÚV. „Flestir Sjálfstæðismenn sem ég hitti, þeir vilja meina að Sjálfstæðismenn hafi verið að gefa of mikið eftir í alltof mörgum málum. Það hafa vissulega verið gerðar málamiðlanir. En ég tel okkur hafa náð mjög mikilvægum málum í gegn í þessu stjórnarsamstarfi og við eigum vonandi eftir að uppskera líka núna í vor mikilvæg mál sem að skipta meðal annars örorkulífeyrisþega í þessu landi miklu máli, fatlað fólk og sama mætti segja um ýmsa aðra málaflokka,“ sagði Guðmundur í viðtali við RÚV.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí