Tómas svaf allan fundinn – „Hann minnti á kornabarn“

Flestir sem setjast á Alþingi segjast þangað komnir til að efla land og þjóð. En svo eru aðrir sem virðast helst hafa tekið sæti á Alþingi til þess eins að hvíla sig. Einn þingmaður sker sig frá öðrum hvað þetta varðar, Tómas Tómasson, kenndur við Búlluna og þingmaður Flokk fólksins. Strax á sínum fyrsta degi sem þingmaður, í nóvember árið 2021, var hann gómaður steinsofandi á þingfundi. Það reyndist ekki í síðasta skiptið.

Raunar hefur fátt annað verið frásögu færandi af Tómasi á þingi Raunar mætti halda að Tómas væri á Alþingi svefnsins vegna, svo oft er hann áberandi sofandi meðan aðrir þingmenn halda ræður. En að sögn Katrínar Oddsdóttur lögmanns þá sefur Tómas ekki bara undir ræðuhöldum. Katrín segist hafa sótt fund atvinnuveganefndar Alþingis í gær og Tómas hafi sofið hann allan af sér.

„Í gær fórum við Magnus Gudmundsson á fund atvinnuveganefndar Alþingis og mæltum gegn fyrirhugðu sjókvíaeldi í Seyðisfirði í tengslum við umræður um lagareldisfrumvarpið. Ég hef vart séð mann sofa jafn vært og nefndarmanninn Tómas Tómasson sem kenndur er við hamborgara. Hann minnti á kornabarn þar sem hann sat í stólnum og hagræddi hausnum við og við til að ná dýpri svefni. Aðrir nefndarmenn kipptu sér ekki upp við þessa stöðu sem var kannski stórkostlegur gjörningur Tómasar til að afhjúpa með myndlíkingu sofandahátt Alþingis gagnvart sjókvíaeldi og þeirri meingölluðu stjórnsýslu sem lýðst í þeim málaflokki,“ segir Katrín á Facebook

Hún segir þetta málefni gífurlega mikilvægt fyrir þjóðina alla. Óneitanlega er nokkuð til í því. Í það minnsta er ljóst margir hafa sterka skoðun á málinu. „Á meðan útskýrðum við Magnús útskýrður fyrir nefndinni að sjókvíaeldi í Seyðisfirði er ógn við þjóðaröryggi vegna fjarskiptastrengs sem liggur um fjörðinn og varðar ekki aðeins samskipti okkar Íslendinga við umheiminn heldur einnig Færeyinga. Þetta hefur félagið Farice sem sér um strenginn sagt með skýrum hætti, en ekki er ljóst hvers vegna stjórnsýslan og löggjafinn bregðast ekki við þessum viðvörunum strax. Við útskýrðum einnig hvernig siglingaröryggi væri stefnt í hættu í þessum þrönga firði sem slær nú hvert metið í móttöku skemmtiferðaskipa auk Norrænu. Við útskýrðum hvernig ofanflóðahætti hefði verið vanmetin og hversu illa unnið strandsvæðaskipulagið var á svæðinu,“ segir Katrín.

Hún segir Tómas hafa enn verið sofandi þegar hún gekk frá fundi. „Síðast en ekki síst áréttuðum við þá staðreynd að 75% íbúa Seyðisfjarðar eru andvígir sjókvíaeldi í sinni heimabyggð. Ég sagði nefndinni sem satt er að fólkið á Seyðisfirði myndi ekki láta þetta yfir sig ganga og hefðu þar margir talað um að ganga út úr sameinuðu sveitarfélagi Múlaþings ef ætlunin væri að kúga þau til að taka stóriðju í fjörðinn fagra, gegn lýðræðislegum vilja heimamanna. Tómas svaf enn þegar við lögðum fram neðangreinda breytingartillögu við frumvarp um lagareldi sem felst í því að bæta Seyðisfirði við svæði sem eru friðuð frá eldi. Ég vona heitt og innilega að breytingartillagan nái fram að ganga og skora á þingmenn allra flokka að beita sér fyrir henni, líka þig Tommi Lokbrá,“ segir Katrín.

Myndin hér efst var tekin þegar Tómas setist fyrst á þing.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí