Þingmaður stjórnarandstöðunnar sem Samstöðin hefur rætt við segir augljóst að VG hafi „verið snúið niður og auðmýkt enn frekar“ af Sjálfstæðisflokknum í svokölluðu lagareldisfrumvarpi sem ekki verður afgreitt sem lög á þessu þingi.
Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki samþykkja annað en „hlægilega lágar sektir“ á erlend fyrirtæki sem brjóta af sér. Sem sæti furðu í ljósi þess að erlend fyrirtæki stundi stórskaðlegt eldi í opnum sjókvíum sem líffræðingar vilja að linni eins og skot.
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir í samtali við Vísi að tillögur VG um sektarupphæðir hafi verið „gríðarlega háar“ eða fimmhundruð milljónir.
Verðmætamat þingmanna er áhugavert í ljósi áætlaðs hundraða milljarða króna hagnaðar fiskeldisfyrirtækja sem komast upp með starfsemi hér sem engin önnur lönd myndu líða – að ekki sé nefnt tjón á lífríki í samhengi við sektargreiðslur – eyðilegging íslenska laxastofnsins er raunhæf sviðismynd í þeim efnum.