Dagur segir rugl að ýja að tvöföldum launum

„Ef í ljós kem­ur að Dag­ur hef­ur fengið full borg­ar­stjóra­laun greidd, ofan á laun for­manns borg­ar­ráðs, lít ég það mjög al­var­leg­um aug­um. Ekki síst þar sem málið kom aldrei til kynn­ing­ar í borg­ar­ráði og var laumað gegn­um borg­ar­stjórn í gagnapakka sem ekki var sér­stak­lega til umræðu né kynn­ing­ar.“

Þessi ummæli hefur Mogginn í dag eftir Hildi Björnsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna og ýjar með því að spillingu innan ráðhússins.

Í frétt blaðsins kemur fram að skiptin á borgarstjórum hafi kostað Reykjavíkurborg 25 milljónir króna. Sá kostnaður er að hluta óupplýstur samkvæmt blaðinu. Í frétt Moggans segir að auka hafi þurft við fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar um 25 millj­ón­ir króna vegna borg­ar­stjóra­skipta í upp­hafi árs­ins.  Það var gert í viðauka við fjár­hags­áætl­un um breyt­ing­ar á „launa- og starfs­manna­kostnaði“, sem lagður var fram í borg­ar­stjórn og samþykkt­ur á þriðju­dag.

Sjálf­stæðis­menn í borg­ar­stjórn hafa óskað skýr­inga.

Þor­steinn Gunn­ars­son borg­ar­rit­ari seg­ir borga­stjóra­skipt­in ástæðuna eða „upp­gjör í sam­ræmi við ráðning­ar­bréf fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra og ráðning­ar­samn­ing fv. aðstoðar­manns borg­ar­stjóra“.

Aldrei var gerður ráðning­ar­samn­ing­ur við Dag í stóli borg­ar­stjóra.

Samstöðin sendi Degi fyrirspurn hvort rétt væri að hann hefði þegið tvöföld laun?

„Það er auðvitað rugl,“ svarar Dagur. „Á meðan ég nýt biðlauna þá vinn ég að segja má frítt eða launalaust sem formaður borgarráðs. Biðlaunin eru þannig í raun mismunurinn á launum formanns borgarráðs og borgarstjóra.“

Enn er þó ósvarað að nokkru hvað skýrir milljónirnar 25.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí