Ævilengd verkafólks á Íslandi að styttast

Stefán Ólafsson, fyrrverandi félagsfræðiprófessor, segir að allt bendi til þess að ævilengd sé að styttast á Íslandi, þó einugis hjá þeim sem telja mætit með verkafólki.

„Hagstofan var að birta nýjar tölur um meðal ævilengd eftir menntun, sem er nálgun við flokkun fólks í starfsstéttir,“ segir Stefán og heldur áfram:

„Háskólamenntaðir karlar lifa um 5 árum lengur en karlar með grunnskólamenntun, sem oftast eru í verkamannastörfum. Ef verkarlar eru bornir saman við háskólamenntaðar konur þá er munurinn tæplega 8 ár. Meðalævilengd verkakarla hefur lækkað undanfarin tvö ár.“

Stefán segir að svipaða sögu sé  að segja af verkakonum. „Fyrir um 10 árum lifðu konur með grunnskólamenntun (oftast verkakonur) að jafnaði í 83,2 ár en í fyrra hafði meðalævi þeirra styst í 82,6 ár, edða um 0,6 ár. Á sama tíma hefur meðalævilengd háskólamenntaðra karla lengst um 1,4 ár. Lengst af á síðustu öld var ævilengd fólks almennt að lengjast en nú á dögum styttist ævilengd verkafólks. Það eru mikil umskipti til hins verra.“

 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí