Stefán Ólafsson, fyrrverandi félagsfræðiprófessor, segir að allt bendi til þess að ævilengd sé að styttast á Íslandi, þó einugis hjá þeim sem telja mætit með verkafólki.
„Hagstofan var að birta nýjar tölur um meðal ævilengd eftir menntun, sem er nálgun við flokkun fólks í starfsstéttir,“ segir Stefán og heldur áfram:
„Háskólamenntaðir karlar lifa um 5 árum lengur en karlar með grunnskólamenntun, sem oftast eru í verkamannastörfum. Ef verkarlar eru bornir saman við háskólamenntaðar konur þá er munurinn tæplega 8 ár. Meðalævilengd verkakarla hefur lækkað undanfarin tvö ár.“
Stefán segir að svipaða sögu sé að segja af verkakonum. „Fyrir um 10 árum lifðu konur með grunnskólamenntun (oftast verkakonur) að jafnaði í 83,2 ár en í fyrra hafði meðalævi þeirra styst í 82,6 ár, edða um 0,6 ár. Á sama tíma hefur meðalævilengd háskólamenntaðra karla lengst um 1,4 ár. Lengst af á síðustu öld var ævilengd fólks almennt að lengjast en nú á dögum styttist ævilengd verkafólks. Það eru mikil umskipti til hins verra.“