Hættustig vegna Reykjaneselda – Sprungur gætu opnast nær Grindavík en áður

Áfram krauma eldkatlar undir Reykjanesi en Veðurstofa Íslands lýsir yfir hættustigi í hættumati sínu í dag.

Mikið hefur verið minnst á það í fréttum undanfarnar vikur að líkur aukist smám saman á nýju gosi á næstunni og virðast þær áhyggur sérfræðinga magnast með degi hverjum. Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, sam­skipta­stjóri al­manna­varna, talaði við mbl.is og sagði það hættustig vera fyrst og fremst vegna rúmmálsins undir Svartsengi. Það sé „komið á það stig að það er talið að stutt sé í eld­gos, en það get­ur eng­inn sagt hvenær, hvort og hvar það verður,“ sagði Hjör­dís.

Á vefsíðu Veðurstofunnar má lesa eftirtaldar ástæður fyrir vaxandi áhyggjum í hættumati gærdagsins:

  • Landris heldur áfram og hefur kvikusöfnun undir Svartsengi verið nokkuð stöðug ef horft er til síðustu vikna
  • Talið er að á bilinu 13 til 19 milljón rúmmetrar af kviku þurfi nú að bætast við undir Svartsengi frá síðasta gosi til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi.
  • Samkvæmt líkanreikningum er líklegast að magnið sem bæst hefur við frá síðasta eldgosi nálgist 16 milljónir rúmmetra á næstu dögum
  • Hættustig hefur verið hækkað í ljósi nýjustu gagna og sviðsmyndir uppfærðar

Undanfarna daga hafa viðvörunarbjöllur einnig hringt vegna Grindavíkur, en líkurnar á því að gossprunga komi upp í miðjum bænum eru meiri en áður.

Þá segir á vef Veðurstofunnar að líkur séu á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi á næstu tveimur til þremur vikum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí