Íbúðaverð snarhækkað milli ára

Árshækkun íbúðaverðs í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, miðað við sama tíma í fyrra, var 12,1 prósent. Þetta er umtalsverð hækkun umfram verðbólgu, sem var ríflega sex prósent á tímabilinu. Verð á íbúðum í fjölbýli hækkaði nokkuð minna en þó um 8,2 prósent.

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hækkun íbúðaverðs var minni á landsbyggðinni en þó umfram verðbólgu. Þar nam hækkun íbúðaverðs 7,2 prósentum. Verð á íbúðum í sérbýli hækkaði um tæplega sex prósent á meðan verð á íbúðum í fjölbýli hækkaði um rétt ríflega 11 prósent síðustu 12 mánuði.

„Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 9,1 prósent, sem er rúmum þremur prósentustigum yfir verðbólgu. Raunverðshækkun vísitölu íbúðaverðs á ársgrundvelli nam 3,1 prósentum í júní, en til samanburðar hækkaði íbúðaverð um 2 prósent að raunvirði í maí og 0,3 prósent að raunvirði í apríl,“ segir í samantekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar.

Í vikunni var greint frá því að á þessu ári hafi 9 af hverjum 10 íbúðum verið keyptar af einhvers konar fjárfestum, en ekki af fólki sem hugðist búa í íbúðunum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí