Krefjast þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael

Samtökin No Borders stóðu fyrir mótmælum í Hallgrímskirkju nú síðdegis. Mótmælin fólust í því að  breiða fána palestínsku þjóðarinnar á kirkjunna. Samtökin segjast í yfirlýsingu hafa þrjár kröfur til Íslenskra stjórnvalda. Í fyrsta lagi að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og að viðskiptabann verði sett á landið. Í öðru lagi að Ísland styðji málsókn Suður-Afríku fyrir Alþjóðadómstólnum. Og að lokum að brottvísun flóttamanna verði hætt.

„Nú hefur Ísraelsher framið linnulausar og grimmilegar árásir á Gasasvæðið í meira en 9 mánuði. Samkvæmt fræðigrein úr Lancet, elsta og virtasta læknatímariti heims, hafa í kringum 186.000 manns á Gasasvæðinu hafa verið myrt, grafist undir rústum eða soltið í hel, þar af aðallega konur og börn. Mannréttinasamtökin, Euro-Med Human Rights Monitor og Amnesty International telja einnig tölfræði heilbrigðisyfirvalda Gasasvæðisins ekki ná yfir þann fjölda sem hefur verið myrtur af Ísraelsher,“ segir í yfirlýsingu.

Samtökin segja framferði íslenskra stjórnvalda hafa verið til skammar hingað til. „Þar má nefna frystingu framlaga til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar sem er þessa stundina eina lífæð palestínska barna en sú ákvörðun var einungis tekin vegna nú afsannaðra lyga ísraelsku ógnarstjórnarinnar sem hafði engar handbærar sannanir fyrir staðhæfingum sínum. Einnig hefur ríkisstjórnin einsett sér það markmið að grafa enn frekar undan stöðu palestínsks fólks á flótta sem búsett eru á Íslandi, sem og allra flóttamanna. Þá áformar ríkisstjórnin einnig að brottvísa 11 dreng með Duchenne heilkenni úr landi en læknisvottorð hafa sýnt fram á að brottvísun komi til með að stytta ævi hans gríðarlega, auk þess sem flugið sjálft gæti orðið honum að bana,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí