Milljarðatugir í öryggi og innviði
Á sama tíma og jarðvísindamenn spá enn einu eldgosinu á Reykjanesskaga innan þriggja vikna þar sem kvikusöfnun bendir til að næstu umbrot gætu orðið nær Grindavík eða jafnvel beint undir bænum, mun kostnaður Vegagerðarinnar vegna varnargarða og annarra innviða slaga hátt í 10 milljarða króna.
Morgunblaðið greinir frá því í dag að ætlaður heildarkostnaður Vegagerðarinnar vegna þessa í Svartsengi og Grindavík verði 8,6 milljarðar króna. Þekkt er að kostnaður reynist á endanum meiri en ráð er fyrir gert hjá hinu opinbera þannig að fjárhæðin gæti hækkað.
Ef aukakostnaður hjá Almannavörnum er tekinn með í reikninginn bætast svo fjórir milljarðar við. Útgjölda þessara þátta nema því alls 12-14 milljörðum króna.
Er þá mesta tjónið, uppkaup fasteigna sem gætu endað í 90 milljörðum fyrir ríkissjóð, ótalið.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward