Píratar „löngu hættir að nenna að tala við almenning“

Líkt og Heimildin greindi frá í gær þá hafa Píratar ákveðið að leggja niður Facebook-hópin Pírataspjallið 2. Sá hópur taldi um 12 þúsund meðlimi en nú er ekki lengur hægt að skrifa innlegg inn í þann hóp. Fyrir nokkrum mánuðum greindi Samstöðin frá því að þetta stæði til og nú virðist það hafa orðið raunin.

Ekki eru allir sáttir með þessa ákvörðun en þar á meðal er Einar Steingrímsson stærðfræðingur en hann var nokkuð virkur á Pírataspjallinu þegar það var og hét. „Þennan legstein yfir Pírata, hreyfingu sem sagði skilið við yfirlýsta grunnstefnu sína fyrir mörgum árum, hefði mátt setja á gröfina miklu fyrr, enda eigendur hreyfingarinnar, eins og annarra staðnaðra flokka, löngu hættir að nenna að tala við almenning,“ skrifar Einar á Facebok.

Hann er svo spurður hvort hann sé sjálfur orðinn afhuga Pírötum enda héldu margir að hann styddi þá. „Píratar, þ.e.a.s. þeir sem ráða lögum og lofum í hreyfingunni, urðu fyrir ansi löngu afhuga öllu því sem felst í meintri grunnstefnu hennar. Þetta er löngu orðinn hefðbundinn flokkur sem snýst um að forystan haldi í huggulegu þing- og borgarstjórnasætin,“ svarar Einar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí