Rússar gerðu eldflaugaárás á Úkraínu – sú stærsta á fjórum mánuðum

Missile-attack-Ukraine-8-July-2024

Á mánudag gerðu Rússar stóra eldflaugaárás á Úkraínu sem beindist að fimm borgum, þar á meðal Kænugarði, en þetta var stærsta eldflaugaárás sem höfuðborgin hefur orðið fyrir á síðustu fjórum mánuðum. Úkraínsk yfirvöld segja að samtals hafi 41 óbreyttir borgarar látist í árásunum og 150 særst.

Það sem hefur vakið mesta athygli er að eitt flugskeyti hæfði barnasjúkrahús í Kænugarði, sem Úkraínumenn segja að hafi verið rússnesk eldflaug. En Rússar harðneita því og segja að það hafi verið úkraínsk gagneldflaug sem hæfði sjúkrahúsið (sem hafi hrapað til jarðar eftir að hafa ekki tekist að skjóta niður rússneska eldflaug). En þekkt er að slíkt hefur gerst áður, eins og sýnt fram á í rannsókn New York Times í fyrra og fjallað var um á Samstöðinni.

Okhmatdyt barnasjúkrahúsið í Kænugarði

Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf út yfirlýsingu þar sem sagt var að eldflaugaárásin á mánudag hafi beinst gegn hernaðarlegum skotmörkum, nánar tiltekið hergagnaverksmiðjum, flugstöðvum og loftvarnakerfum.

Yfirlýsing Rússneska varnarmálaráðuneytisins:

Í morgun gerðu hersveitir Rússneska sambandsríkisins árás með langdrægum og nákvæmum vopnum á hergagnainnviði í Úkraínu og flugstöðvar Úkraínuhers. Markmiði árásarinnar var náð. Öll skotmörkin voru hæfð. Yfirlýsingar stjórnvalda í Kænugarði um meinta eldflaugaárás Rússneska sambandsríkisins á borgaraleg mannvirki [sjúkrahús] eru rangar. Margar myndir og upptökur hafa verið birtar frá Kænugarði sem sýna klárlega að eyðileggingin var af völdum úkraínskrar loftvarnaeldflaugar sem skotið var á loft af loftvarnakerfi í borginni.

Miðað við að öll önnur skotmörk árásarinnar voru hernaðarlegs eðlis, eins og Artyom hergagnaverksmiðjan og flugstöðvar í nágrenni Kænugarðs, má spyrja sig hvaða hernaðarlega tilgangi það þjónar að gera eldflaugaárás á barnasjúkrahús, með nákvæmum og öflugum eldflaugum sem eru yfirleitt notaðar fyrir „high value targets“.

Talið er að einn helsti tilgangurinn með árásinni hafi verið að granda svokölluðum Patriot loftvarnakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjunum og eiga að sinna loftvörnum í höfuðborginni. En þeim er oftast komið fyrir í flugstöðvum. Sem voru einnig helstu skotmörkin í fyrri loftárásum Rússa á Kænugarð fyrir nokkrum mánuðum.

Árásin á mánudag var gerð í tveimur bylgjum. Fyrri bylgjan hófst að nóttu til og í myrkri, um kl. 01:00 á staðartíma. Á meðan seinni bylgjan, sem hefur vakið talsvert meiri athygli, hófst um kl. 09:00 um morguninn og í dagsbirtu. Það sem er sérstakt við síðari bylgju eldflaugaárásarinnar er að hún átti sér stað um hábjartan dag, og hversu mörg myndbönd náðust af eldflaugunum og sprengingunum í Kænugarði, sem hafa farið á víð og dreif um samskiptamiðla.

Tilgangur fyrri bylgju árásinnar var líklegast að fá loftvarnakerfi Úkraínumanna til að gefa upp sínar staðsetningar, á meðan seinni bylgjan hafði þann tilgang að hæfa skotmörk eins og Artyom hergagnaverksmiðjuna (um hábjartan dag á meðan starfsemin var í fullum gangi), eftir að þeim loftvarnakerfum sem áttu að vernda svæðið hafði verið grandað.

Í árásinni notuðust Rússar við margar ólíkar tegundir af eldflaugum, þar á meðal hljóðfráar eldflaugar (supersonic); ofur-hljóðfráar eldflaugar (hypersonic); eldflaugar sem fljúga undir hljóðhraða (subsonic); stýriflaugar (cruise missiles); og skotflaugar (ballistic missiles).

Á meðal þeirra eldflauga sem voru notaðar í árásinni voru:

  • Iskander ballistic missile (sem er skotið af eldflaugatrukkum á jörðu niðri).
  • Kinzhal hypersonic ballistic missile (sem er skotið af herþotum).
  • Zircon hypersonic cruise missile (sem er skotið af kafbátum eða freigátum á Svartahafi).
  • Kh-101 subsonic cruise missile og Kh-32 supersonic cruise missile (sem er skotið af sprengjuflugvélum, svokölluðum medium bombers eins og Tupolev Tu-22M „Backfire“).

Úkraínsk yfirvöld segjast hafa skotið niður meirihlutann af eldflaugunum, en myndefnið sem hefur verið birt dregur slíkar fullyrðingar í efa, þar sem allar eldflaugarnar á mynböndunum virðast hafa hæft sín skotmörk. Á þessu myndbandi má sjá það sem virðast vera nokkrar Kh-101 subsonic stýriflaugar hæfa það sem er talið vera Artyom hergagnaverksmiðjan í Kænugarði:

Takið eftir því að þessar eldflaugar hafa vængi í miðjunni, og hvað þær fljúga hægt (mun hægar heldur en aðrar eldflaugar sem fljúga á yfir hljóðhraða þegar þær hæfa skotmarkið). Þetta gefur til kynna að þetta séu Kh-101 subsonic stýriflaugar.

Þó skal taka fram að ómögulegt er að staðfesta svona lagað bara með því að horfa á eitt myndband sem tekið var á síma. Þá er heldur ekki hægt að útiloka að eitthvað hafi verið átt við myndböndin.

Hér er síðan myndbandið sem á að sýna augnablikið þegar eldflaug hæfir barnasjúkrahúsið í Kænugarði:

Deilt er um hvort að þetta hafi verið rússnesk Kh-101 subsonic stýriflaug, eða bandarísk AIM-120 gagneldflaug sem Úkraínumenn skjóta úr NASAMS loftvarnakerfum.

Talsverðu púðri hefur verið eytt í að greina hvern einasta ramma í þessu 10 sek. símamyndbandi til að sanna hverskonar eldflaug átti í hlut. En ljóst er að málið verður ekki útkljáð á þennan hátt. Heldur með óháðri rannsókn, framkvæmda af þriðja aðila. Sem mun því miður líklegast ekki gerast. Engar slíkar rannsóknir hafa hingað til verið framkvæmdar í Úkraínustríðinu á ótal tilvikum sem þessum. Það þykir nóg að úkraínsk stjórnvöld og stuðningsmenn þeirra segja að eitthvað voðaverk sé Rússum að kenna, og þar með er málið útrætt. Það þarf greinilega enga óháða rannsókn framkvæmda af þriðja aðila til að sanna neitt (eins og á við í flestum öðrum tilvikum). Bellingcat segjast til dæmis hafa sannað að þetta hafi verið rússnesk eldflaug bara með því að skoða símamyndbandið og með því að vísa í yfirlýsingar úkraínsku leyniþjónustunnar á samskiptamiðlum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí