Sjálfstæðismenn í djúpri afneitun: „Flokkurinn er bara ekkert að starfa samkvæmt stefnu sinni“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að vandi Sjálfstæðismanna sé ekki auðleystur því flestir þeirra séu ekki reiðubúnir til að horfast í augu við það stefna flokksins eigi í raun lítið sameiginlegt með gjörðum flokksins þegar á hólminn sé komið. Gjáin á milli stefnu flokksins annars vegar og áherslum í raun og veru hafi einugis orðið meiri með tímanum og telur Björn að þessi innri mótsögn, ef svo má að orði komast, sé ekki fara að skána á næstunni. Það sé auðveldara að ráðast á aðra flokka og hneykslast á hve vinstrisinnaðir þeir séu.

Upphafið af þessari sálgreiningu Björns á Sjálfstæðismönnum er einmitt slík gagnrýni, sú kom ffrá Stefáni Einari Stefánssyni, blaðamanni og vonarstjörnu Sjálfstæðismanna. Björn vitnar í hluta  fréttar Vísis, þar sem orð Stefáns Einars eru tekin saman svo: „Það sama gildi um Pírata sem ættu tæknilega séð að vera að taka meira fylgi af flokkum sem eru óvinsælir núna. Það sé ekki að gerast. Flokkurinn sé ekki hefðbundinn flokkur með skýra forystu og það sé þeim mögulega erfitt. Flokkurinn hafi komið fram sem uppreisnargjarn hópur en að þau séu orðin stækur vinstri hópur sem taki sama fylgi og Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti Vinstri græn“

Björn segist hafa heyrt þetta áður. „Þetta er klassískt stef um Pírata. Gagnrýnin frá hægri er að allir aðrir séu vinstri á meðan sömu aðilar hafa einmitt verið í meirihluta með vinstrinu á undanförnum árum. Píratar eru valddreifingarflokkur sem gerir það að verkum að „forystan“ er auðvitað öðruvísi en í valdaflokkunum. Það er skiljanlegt að valdhyggjufólk skilji þetta ekki og noti þetta sem gagnrýni á neikvæðan hátt,“ segir Björn.

Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn í sé í praktík miklu vinstrisinnaðri en flokksmenn láta. „Svo er það þetta blessaða og ráðvillta vinstri (þar á meðal núverandi Sjálfstæðisflokkur). Svo ég segi það bara mjög skýrt, þá væri mjög margt í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem passar mjög vel við grunnstefnu Pírata. Vandinn er bara að núverandi Sjálfstæðisflokkur er bara ekkert að starfa samkvæmt þeirri stefnu sinni og það er ekkert fyrirsjáanlegt að það gerist á næstunni,“ segir Björn.

Hann telur þessa hræsni eiga nokkra sök á vanda flokksins, sem endurspeglast einna skýrast í sögulega skelfilegu fylgi flokksins nú, undir 15 prósent. „Þau sjá þetta auðvitað ekki svo vel sjálf þannig að allri gagnrýni er bara mætt með ásökunum um öfund, eða að stæk vinstri stefna sé uppspretta gagnrýninnar – af því að það er auðveldara en að horfa í spegilinn og viðurkenna ruglið sem er í gangi. Já, það þarf að sinna umhverfismálum. Já það þarf að tækla spillinguna. Já, það þarf að sinna grunninnviðum samfélagsins. En við sjáum víst ekki veisluna, hagvöxtinn og allt það góða sem margir upplifa vissulega. En nei, það má ekki benda á vandamálin. Meðaltölin eru ekki fyrir alla nefnilega,“ segir Björn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí