Demókratar sjálfir segja Biden vitsmunalega óhæfan

Það syrtir í álinn fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir kappræðurnar í síðustu viku. Verður að teljast mjög líklegt að demókratar finni nýja manneskju í hans stað fyrir kosningarnar síðar á árinu.

Ný könnun meðal almennings í Bandaríkjunum sýnir að 72 prósent kjósenda telja að Biden skorti vitsmunalegu getu til að sinna starfinu.

49 prósent, í sömu könnun á vegum fréttastofu CBS, svara að Donald Trump skorti getu til að vera forseti Bandaríkjanna.

Og næstum annar hver demókrati telur að Biden eigi að víkja fyrir nýrri manneskju.

Tveir líklegustu mennirnir til að fá umboð sinna flokka til að bjóða sig fram til valdamesta embættis heims eru því báðir óhæfir í hugum kjósenda.

Sagði einhver: Make America Great Again!

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí