Vilja tafarlaust svartolíubann

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands hafa skorað á Guðlaug Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­málaráðherra, að inn­leiða taf­ar­laust, og fram­fylgja af staðfestu, skil­yrðis­lausu banni við notk­un svartol­íu, að því er fram kem­ur í bréfi sem sam­tök­in hafa sent ráðherr­an­um. 

Mogginn sagði fyrst frá.

Benda sam­tölkin á að í dag, 1. júlí, tek­ur gildi bann við notk­un svartol­íu á Norður­slóðum í sam­ræmi við ákvörðun sem tek­in var fyr­ir þrem­ur árum á vett­vangi Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­ar­inn­ar (IMO) um nýj­an viðauka við MARPOL-samn­ing­inn.

„Aðild­ar­ríki IMO hafa haft næg­an tíma til að inn­leiða regl­urn­ar í lands­lög og banna skip­um sem sigla und­ir fána þeirra að flytja eða nota svartol­íu sem skipa­eldsneyti á norður­slóðum. Útgerðir flutn­inga­skipa sem sigla um norður­höf hafa sömu­leiðis haft næg­an tíma til und­ir­bún­ings með því að skipta yfir í hreinna eldsneyti. Norðmenn hafa þegar inn­leitt bannið á hafsvæðinu í kring­um Sval­b­arða,“ seg­ir í bréf­inu. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí