„Best væri ef pólitíkusar myndu drullast til að gera eitthvað en ekki bara tala um þetta“

„Það er þarft að koma þessu aftur efst á blað. Þetta er þriðji þátturinn hjá Kveik um mansal og því tengdu. Um það hvernig vinnumarkaðurinn er óheilbrigður. Best væri ef pólitíkusar myndu drullast til að gera eitthvað en ekki bara tala um þetta.“

Þetta segir Adam Kári Helgason, eftirlitsfulltrúi Fagfélaganna og Eflingar, í samtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Þar mun hann ásamt Sögu Kjartansdóttur, sérfræðingi á lögfræði- og vinnumarkaðssviði ASÍ, Gundegu Jaunlinina, varaformanni Verkalýðsfélagsins Hlífar og Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands ræða vinnuframsal, starfsmannaleigur og brot á réttindum launafólks.

Adam Kári vísar í þátt Kveiks um mansal sem sýndur var í gær. Hann segist helst hafa hugsað við áhorf á þann þátt, hvers vegna ekkert sé gert við þessum vanda, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á hann. „Það hefur mjög lítið breyst, eins og með starfsmannaleigurnar, það var skrifað undir samkomulag fyrir mörgum árum síðan milli ASÍ og SA um að setja upp einhverskonar gæðakerfi og þá sérstaklega fyrir starfsmannaleigur. Það hefur ekkert æxlast. Einkaaðilarnir reyndu að gera þetta við ferðaþjónustuna en þeim fannst heldur erfitt að verða við kröfum ASÍ og stéttarfélaga að hafa sín mál í lagi gagnvart kjarasamningum og sínu fólki. Og það féll bara um sjálft sig.

Við Rauða borðið í kvöld má sjá og heyra samtal um mansal á Íslandi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí