Örn Bárður: Hversu langt má frelsi ganga?“

„Morð hafa aukist, það er einhver vanlíðan í okkur samfélaginu,“ segir Séra Örn Bárður Jónsson, sem  jarðsöng Bryndísi Klöru, sautján ára stúlku sem lést eftir árás. Í líkræðu sinni benti ‚Örn á ef það væri vatnsleiðsla sem flyti með sér eitur, þá væru yfirvöld fljót að loka henni. Í viðtali við Rauða borðið í kvöld segist hann hafa verið að vísa í samfélagsmiðla.  

„Ef ég nefni einn samfélagsmiðil, sem ég reyndar nota ekki, sem heitir Tiktok. Hann er í eigu Kínverja og honum er greinilega beitt á Vesturlöndum til að hafa áhrif á skoðanir fólks. Og það kemur í ljós, ég fékk sendingu á dögunum á niðurstöðu könnunnar um að Kínverjar vilja gjarnan að vesturlandabúar líti á sig sem mjög réttlátt mannréttindaríki, sem það er nú ekki held ég í gruninn. Og þeir sem líta á Kína sem mannréttindaríki, og gefa því háa einkunn, þeir fara oft á Tiktok. Þeir sem fara miðlungsoft á Tiktok eru með miðlungsskoðanir á því og þeir sem fara aldrei á Tiktok þeir líta ekki á Kína sem neitt fyrirmyndarríki. Þarna er greinilega fylgni milli miðilsins sem dælir sálrænum upplýsingum og við tökum ekki eftir því. Auðvitað er þetta svona með alla miðlun, dagblöð og sjónvarpsmiðla. Það er enginn miðill skoðanalaus, og það hefur auðvitað áhrif á okkur,“ segir Örn og bætir við:

„Ég tók þessa myndlíkingu í ræðunni til að vekja stjórnvöld til umhugsunnar um það hvort að það, nú er ég mjög fylgjandi málfrelsi, en það er alltaf spurning um hversu langt má frelsi ganga?“

Viðtalið við Örn má sjá og heyra við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí