„Við vitum að þetta er ekki samfélagið sem við viljum búa í“

„Við erum búin að vera með vísbendingar um það í nokkuð langan tíma um að okkur líði ekki vel. Við erum búin að sjá gögnin, það er búið að gera margar skýrslur en vísbendingarnar sem við erum búin að sjá núna undanfarnar vikur eru þyngri en tárum tekur. Það er bara sorglegt að við erum komin á þann stað að við séum komin á þann stað að við vitum að þetta er ekki samfélagið sem við viljum búa í.“

Þetta segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Hún kemur ásamt Guðrún Karls Helgudóttir biskup og ræða vaxandi tilfinningu fyrir að samfélagið hafi sveigt af braut. Halla segist vona harmleikar þessa árs muni á endanum leiða til einhvers góðs.

„Það vill enginn búa í samfélagi þar sem börn valda dauða annarra barna, þar sem börn lenda í hrottalegu ofbeldi. Þar sem svo mörg upplifa sig utangáttar. Þannig að ég held að það sé verið að vekja okkur með afskaplega harkalegum hætti. Ég finn að samfélagið þyrstir í samtal um samfélagsgerðina,“ segir Halla.

Þær Halla og Guðrún munu ræða þetta nánar í ítarlegu viðtali við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí