„Við erum búin að vera með vísbendingar um það í nokkuð langan tíma um að okkur líði ekki vel. Við erum búin að sjá gögnin, það er búið að gera margar skýrslur en vísbendingarnar sem við erum búin að sjá núna undanfarnar vikur eru þyngri en tárum tekur. Það er bara sorglegt að við erum komin á þann stað að við séum komin á þann stað að við vitum að þetta er ekki samfélagið sem við viljum búa í.“
Þetta segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Hún kemur ásamt Guðrún Karls Helgudóttir biskup og ræða vaxandi tilfinningu fyrir að samfélagið hafi sveigt af braut. Halla segist vona harmleikar þessa árs muni á endanum leiða til einhvers góðs.
„Það vill enginn búa í samfélagi þar sem börn valda dauða annarra barna, þar sem börn lenda í hrottalegu ofbeldi. Þar sem svo mörg upplifa sig utangáttar. Þannig að ég held að það sé verið að vekja okkur með afskaplega harkalegum hætti. Ég finn að samfélagið þyrstir í samtal um samfélagsgerðina,“ segir Halla.
Þær Halla og Guðrún munu ræða þetta nánar í ítarlegu viðtali við Rauða borðið í kvöld.