„Mér lýst nú eiginlega djöfullega á þessar kosningar, þannig lagað. Bara út af þessum stutta aðdraganda og stutta tíma þá er umræðan bara grunn og yfirborðsleg. Beinlínis banal. Ég hafði með mér megin atriðin úr loftlagsskýrslu, sem kom út held ég í fyrra, og það sem við er að glíma er vistkreppa í heiminum. Mér finnst fáránlegt að það sé ekki hver einasti flokkur með þetta á oddinum hjá sér.“
Þetta sagði Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur í pallborði Rauða borðsins í gær um komandi kosningar. Ásamt honum komu Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur, Auður Viðarsdóttir og Vilborg Bjarkadóttir að Rauða borðinu í gær til að ræða komandi kosningar. Þá umræðu má sjá í heild sinni hér neðst. Viðar hélt áfram að vísa í fyrrnefnda skýrslu og sagði:
„Loftlagsvandinn er efnahagsmál sem mun hafa áhrif á verðlag, fjármálastöðugleika, öryggi fjármálakerfisins. Aðlögun og viðbrögð við loftlagsvandanum munu hafa í för með sér áskoranir sem krefjast umbyltingar í neyslu, iðnaði og tækni. Svo stendur svolítið seinna, til að hamra á þessu: Til að tryggja að þær áskoranir verði ekki meiri en við er ráðið þarf umbyltingu í lífsháttum og umgegni við náttúruna. Þetta er það sem er bara sagt um loftlagsmál en vistkreppan er miklu víðtækari.“
Hér fyrir neðan má sjá umræðuna í heild sinni: