„Við höfum líka, samhliða því að horfa á launapakkann okkar, þá höfum við líka verið að hafa áhyggjur af kerfinu okkar. Höfum í haust verið að benda á það að við höfum áhyggjur af því hvernig kerfið okkar statt varðandi mönnun. Við vorum meðal annars að fara yfir það hér við Rauða borðið hvernig við þurfum að vera á þeim stað sem stétt sem hugsar um skólakerfið og vill ná úr því árangri, þá höfum við verið að benda á það að leiðin til þess að við náum farsæld og árangri til framtíðar, þá þarf að efla faglega þáttinn. Það þarf að styrkja fagstéttina, sem vinnur með börnunum.“
Þetta segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, í viðtali vð Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Kjaraviðræður kennara fóru nýlega til ríkissátasemjara en líkt og fyrr segir þá eru kennarar ekki einungis að horfa til launahækkana. Það sé ákveðin grunforsenda að hugað sé betur að mönnun kerfisins.
„Umræðan um skólamál er alveg rosaleg en ég hef ekki heyrt neinn mann mótmæla þeirri fullyrðingu að við viljum samfélag hafa fagfólk í öllum stöðum. Við göngum út frá því sem samfélag að þegar við erum að ganga inn í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla að þar taki á móti barninu okkar fagmenntaður kennari. Hins vegar hafa margir aðrir þættir farið að yfirskyggja þetta, en svarið okkar er alltaf það sama. Allar hugmyndir um hvað við viljum fá fram og svo framvegis stendur og fellur á því að við fáum fagfólk inn í þessi störf.“
Magnús Þór mun nánar segja okkur frá kjaraviðræðum kennara við Rauða borðið í kvöld.