Útspil Bjarna skilar honum engu

Sú ákvörðun Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra að sprengja eigin ríkisstjórn reynist samkvæmt könnun Maskínu ekki skila honum eða flokknum auknu fylgi.

Sjálfstæðismenn mælast aðeins með 14,1 prósents fylgi og er svo komið að Viðreisn sem bætir við sig er með svipaðan styrk.

Samfylkingin dalar heldur, er með 21,9%, Miðflokkur heldur enn sínu með 17,7%, en píratar eru nálægt því að þurrkast út líkt og VG.

Staða Framsóknarflokksinns er einnig afar veik en sósíalistar eru ofan við þröskuldinn.

Ef fylgiskönnun Maskínu væri úrslit kosninga myndi Samfylkingin hampa 14 þingmönnum, Miðflokkurinn 12, Viðreisn og sjálfstæðismenn myndu fá 9 þingmenn hvor flokkur, Framsókn 5, Flokkur fólksins 5 og píratar, VG og sósíalistar fengju þrjá þingmenn hver hreyfing.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí